Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 47
Um íslensku vorra tíma
47
að hann hefur þekt fornu merkínguna. Nú merkir orðið
alt annað í daglegu máli, orðið er þó víst hið sama.
[bakverpast, bakferla og baksetja hefur S. Bl., en
kallar það »úrelt«]. bálkalag merkir nú alt annan bragar-
hátt en að fornu (hjet þá bálkarlag; víst sama orðið).
bandingi hefur nú merkíngu, auk þeirrar fornu (fugl,
bundinn, hafður til að lokka aðra að sjer) [bannsett-
legur táknar S. Bl. sem úrelt]; [barðhvalur sömuleiðis];
baðmur (= trje) táknar S. Bl. sem skáldaorð nú ein-
úngis, og það er rjett, en það var það og að fornu.
bakhlutur merkti í fornu máli »aftari part líkamans«,
nú líka »aftari hlutann á fati«, merkíngin eðlilega aukin.
bakkakólfur og bakkastokkar eru nú aðeins höfð í
sjerstökum talsháttum. balsamr er tökuorð, er nú bal-
sam, en lítið haft. bardagi merkir nú aðeins orustu,
að fornu líka plágu (t. d. refsíngu frá guði). Að fornu var
sagt at barma sik, nú segjum vjer að barma sjer,
en merktngin er söm. Það sem áður hljóðaði barar, er
nú börur.
Það er þá af þessu ljóst, að allur þorri hinna fornu
orða er enn til, en merkíngin stundum breytt, aukin
eða vönuð, og orðmyndir sumar breyttar — alt ekki
öðruvísi en við mátti búast, og þó líklega minna en
ætla mætti.
En svo kemur hin hliðin málsins, þau orð sem fleiri
eru í S. Bl. og vantar í Fritzner. Pau eru ekki færri en
alt upp að 500, og má það ekki heita lítil tala. En þar
með eru taldar allar samsetníngar — eins og áður.
Runan hefst með orðunum babb, babba, babbi,
bábilja, bábiljari, babl, babla. Alt eru þetta víst
ýngri orð, og likjast sum því að væru svokölluð hljóðorð.
babbi er önnur mynd fyrir pabbi. bábilja er vant að
segja nokkuð með vissu um; en hugsanlegt væri, að það
væri myndað af Bábel (sem nú er talað Babel), þar