Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 55
Um íslensku vorra tíma
55
fullorðna manneskjan er sami einstaklíngurinn, en þó er
stórmikill munur á þeim; en er hann svo mikill, að ein-
staklíngurinn sje orðinn annar á fullorðinsárum en hann
var barn? fessu er best að láta hvern einstakan svara
— eða heimspekínginn!
í mars 1923.
Finnur Jónsson.
Úr sögu Garðs og Garðbúa.
Hinn frægi stúdentabústaður í Kaupmannahöfn Collegium
regium, á dönsku Regensen, og á íslensku venjulega kallaður
»Garður«, heldur í ár 300 ára afmæli sitt. Ritstjóri þessa
tímarits hefur mælst til þess, að jeg skrifaði hjer stutt yfirlit
hins helsta, sem segja mætti um sögu þessarar stofnunar.
Mjer er ánægja að gera það, en vegna þess hvað stutt grein-
in verður að vera, bið jeg fróða lesendur afsökunar á því, að
jeg verð að fara fljótt yfir sögu og sleppa mörgu, sem í sjálfu
sjer getur verið eins merkilegt og sumt af því, sem jeg segi
frá, því alt af verður álitamál um hvað taka skuli af því,
sem ekki beinlxnis er með aðalatriðunum.
Þegar háskólar fóru að koma upp á miðöldunum kendi
þess brátt við hina stærri t. d. Bologna, París og Öxnafurðu
að þörf var á því að útvega stúdentum ódýrt húsnæði. Eink-
um voru útlendir stúdentar oft illa staddir. Varð þetta til
þess að smámsaman komu á stofn stúdentaheimkynni, stund-
um ætluð sjerstaklega stúdentum sjerstaks lands eða lands-
hluta og þá studd af gjöfum þaðan. Líka fór það að komast
á að auðugir mentavinir fóru að stofna slík Collegia1) við
háskólana og gáfu til þess jarðir og lausafje, og var þá stund-
um ákveðið að þar skyldu líka búa eldri mentamenn, og
*) Á Þýskalandi var am þesskonar stofnanir notað orðið >:bursa«
og af því er dregið »Burschr, sem oft er notað um stúdenta sjerstaklega.