Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 6
6
Halldór Hermannsson
þó þá væru flestir þeirra heiðnir. Hins vegar var landið
þar austur af við hinn svo kallaða Krýningarflóa
(Coronation Gulf) að mestu leyti ókannað, og það var
ókunnugt, hvort þar lifðu nokkrar þjóðir. Jafnvel Eski-
móarnir við Mackenziefljótið vissu það ekki, en orðrómur
var þó meðal þeirra um, að þar byggju mjög grimmir
menn, sem hættulegt væri að eiga nokkuð við. Pað var
einmitt þetta svæði, sem Vilhjálmur vildi rannsaka, og^
fjekk hann hið stóra ameriska Náttúrusögusafn í New
York til að kosta ferðina. Var svo tilætlast í fyrstu, a&
hann færi einn hvítra manna þangað, en fengi sjer Eski-
móa frá Mackenziedeltunni til fylgdar austur eftir, en loks
var það þó afráðið, að hann skyldi taka með sjer annan
hvítan mann, og kaus hann til fylgdar sjer dr. Rúdolf M.
Anderson, náttúrufræðing, sem var vinur hans og skóla-
bróðir. Lögðu þeir af stað í maímánuði 1908 og norður
eftir fljótunum Athabasca og Mackenzie uns þeir seint í
júlímánuði komust í Mackenziedeltuna. Allur útbúningur
þeirra var sem minstur, nauðsynleg verkfæri og áhöld,.
en auk þess einungis ýmislegt annað, sem hvítir menn
geta varla án verið, og nokkrar vörur, sem ferðamenn
þurfa á að halda til þess að gefa Eskimóum, sem kynst
hafa hvítum mönnurn, svo sem te, tóbak, mjöl o. s. frv.r
og hluti, sem aðrir Eskimóar meta mikils, svo sem nálar,
þjalir og annað smávegis þess konar. Peir fjelagar ætl-
uðu sjer að lifa á sama hátt eins og Vilhjálmur hafði
gert á fyrri ferðinni, með öðrum orðum, að lifa af landinu.
En þó Vilhjálmi hefði tekist að telja þeim, sem kost-
uðu ferðina, trú um, að hægt væri að lifa af landinu þarna
norður frá, þá voru aðrir sem trúðu ekki á þá kenningu,
og meðal þeirra voru einmitt þeir menn, sem þektu best
til um landshagi þar. í norðvesturbygðum Kanada er
lögreglulið, sem kallað er »Royal Northwestern Mounted
Police«, eitt hið besta lögreglulið, sem til er nokkurstað-