Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 74
74
Brjef
frá Páli Melsteð til Jóns Sigurðssonar.
Fyrir tíu árum gaf Fræðafjelagið út Bijef Páls Melsteös
til Jóns Sigurðssonar. Brjef þessi eru mjög fróðleg, einkum
um árin 1840—1852. f’á var ekkert blað eða tímarit til á
íslandi, áður en Reykjavíkurpósturinn tók að koma út í októ-
bermanuði 1846, en 1841 byrjaði Jón Sigurðsson að gefa ú
Ný Fjelagsrit. Brjef þessi segja frá mörgu, bæði atburðum
og ýmsu, er lýsir ástandinu, einnig lýsa þau vel Páli Melsteð
sjálfum, bæði áhuga hans á framförum þjóðarinnar, hugarfari
hans og gamanyrðum. Hvar sem hann sjer eitthvað gert til
framfara, getur hann þess og vill að því sje haldið á loftí
öðrum til uppörvunar. Þrátt fyrir það, þótt hann ætti við
erfiðan hag að búa og yrði tvisvar fyrir stórtjóni, vildi hann,
hvar sem hann var, glæða menningu í landinu og framtaks-
semi, koma á endurbótum og ýmsu góðu til leiðar. Einnig
braut hann upp á mörgu við Jón Sigurðsson.
Eins og getið er um í formálanum fyrir brjefum Páls
Melsteðs vantar töluvert í þau, einkum frá hinum seinni árum.
Nokkru eftir að brjefin voru komin á prent, fundust brjef
þau, sem nú koma fyrir almennings sjónir. f’að var leitt, að
þau skyldu eigi komast í brjefasafnið, en til þess að bæta úr
því liggur beinast við að gefa þau út í Ársritinu. Það er í
sama broti sem brjefin og með sama letri; eru og prent-
uð nokkur sjerprent af brjefum þessum, ef einhvern kynni að
langa til að eignast þau ásamt brjefunum, og má þá binda
þau inn með þeim.
Fyrsta brjefið er ritað 1848, þá er íslendingar, einkum
skólagengnu mennirnir, voru að vakna í sjálfstæðismálinu. Þá
er næstu brjefin voru rituð (1861 —1867), deildu landsmenn
um fjárkláðann og fjárhagsmálið. í kláðamálinu voru margir
á móti Jóni Sigurðssyni, þar á meðal Jón Guðmundsson rit-
stjóri stundum. Hann var líka á móti Jóni Sigurðssyni í fjár-
hagsmálinu, en hinn harðsnúnasti og skæðasti mótstöðumaður
hans þar var sjera Arnljótur Ólafsson; reiddust þá margir
íslendingar sjera Arnljóti mjög fyrir framkomu hans.
4