Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 137
Alþingi, hurfðu þjer nær!
"37
vísindum og styðja íslenskar bókmentir. Bókmentaljelagið og
Fræðafjelagið vinna nú að því í bróðerni, og þau bæta hvort
annað upp. B. Th. M.
Alþingl, horfðu þjer nær! Alþingi hefur samþykt
að gjöra tilkall til allmargra brjefa. sem Arni Magnússon
fekk að láni hjá biskupunum á íslandi fyrir hjer um bil 220
árum. Hve nig alþingi getur með alvöru ætlast til af lands-
stjórninni' að hún flytji þessa samþykt er eigi ljóst, þar sem
það hefur áður samþykt lög um fyrningu skulda og annara
kröfurjettinda á fjögra til tuttugu ára fresti, nokkurskonar
verndunarlög fyrir óskilvfsa og óráðvanda menn. Ef til vill
verður þetta ijóst, er umræður þingsins koma á prent. Skað-
inn virðist að vísu eigi mikill fyiir ísland, því að landsmenn
eiga auðveldan aðgang að brjefunum í Árnasafni, og þau eru
þar betur geymd en í söfnunum á íslandi, eins og þeim hefur
venjulega verið stjórnað hingað til. Hins vegar var það all-
mikil vanræksla af biskupunum á íslandi að heinita eigi brjef
þessi aftur, þá er Árni Magnússon fjell frá; þó má vera, að
mörg þeirra hefðu verið töpuð, ef þeir hefðu gert það, og
að vanræksla þeirra í þetta sinn hafi verið lán í óláni. Bisk-
upar landsins og stiftsyfirvöldin hafa oft á hinum síðari tím-
um sýnt áhugaleysi og vanrækslu að því er snertir eftirlit og
varðveitslu á verðmætum munum knknanna, og alþingi hefur
jafnan þagað um það. Það er eigi of djúpt tekið í árinni,
þótt sagt sje, að síðan 1874 hafi verið ruplað eða hnuplað
munum úr 100 til 200 kirkjum á íslandi og þeir seldir. Slíkt
var mjög títt á sfðasta tug r q. aldar og fyrsta tug vorrar aldar, og
alþingi hefur aldrei gert samþykt um að skora á landsstjórnina nje
biskup að hindra þetta. Þveit á móti mun það hafa verið mörgum
kunnugt, að tveir alþingismenn um síðustu aldamót voru hjer
um bil viðlíka slærnir kirkjuræningjar eins og dönsku herfor-
ingjarnir, sem komu hingað um siðaskiftin á miðri 16. öld,
og oft hefur verið á minst, sbr Kirkjurán, grein f Þjóðólfi 28.
júlí 1905 eftir Björn f’órðarson Móbúa. Annar þeirra átti þó
um hríð sem embættismaður að vaka með biskupi yfir kirkj-
um landsins, en hann safnaði um eða yfir 90 skfrnarfötum úr
kirkjunum og seldi mörg þeirra til útlanda. Hinn fletti f’ing-
eyrakirkju mörgum góðum giipum, hina traustustu og vönd-
uðustu kirkju, sem nokkur kirkjubóndi hefur reist á íslandi.
Jeg kom að Þingeyrum 1879 °8 man enn er alþingismaður
Asgeir Einarsson, bændahöfðinginn á Þingeyrum, sýndi mjer
kirkjuna. sem var hið mesta æfistarf hans. Hún var fullgjörð
árið áður, og hann hafði í 13 ár unnið að þvf að reisa hana.