Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 5
Vilhjálmur Stefánsson
5
Vilhjálmi var það Ijóst, hvað lítið hafði verið rann-
sakað þarna norður frá. Pað þurfti ekki annað en líta á
landkort til þess að sjá það. Strandlínan var að vísu
sýnd á þeim, en innan hennar var víða autt, bæði á
meginlandinu og eins á flestum eyjunum, er þar liggja
fyrir norðan. Mynni fljótanna voru mörkuð, en um upp-
tök þeirra og rás vissu menn lítið eða ekkert. Eins var
um þjóðflokka, dýra- og jurtalíf í þessum löndum; það
var alt lítið þekt. Hjer var því ærið verkefni fyrir hönd-
um. En hvernig var best að vinna að þvíf Allar land-
kannanaferðir eru mjög dýrar, einkum í heimskautalönd-
unum, vegna þess að svo vel þarf að búa leiðangra út,
og af því þeir höfðu svo mikið meðferðis, gátu rannsókn-
armenn venjulegakomistyfir tiltölulega lítið svæði. Nú hafði
reyuslan kent Vilhjálmi, að hægt væri að lifa þar nyrðra
án þessa mikla útbúnaðar og vista, ef menn bara lifðu
þar eins og Eskimóar; það væri hægt fyrir hvíta menn,
ef þeir vildu; það hafði Vilhjálmur sjálfur sýnt þenna
vetur, sem hann dvaldi þar. Honum hafði liðið þar svo
ve, að hann hafði fitnað við vistarveruna. Menn yrðu
að læra af Eskimóum lifnaðarhætti þeirra, hvernig þeir
afla sjer fæðu, byggja snjóhús og ferðast sumar og vetur.
Pegar menn hefðu lært það, þyrftu þeir að flytja með
sjer áhöld þau, er nauðsynleg væru til vísindalegra rann-
sókna, og skotfæri, en annars hjerumbil engar vistir, því
að hægt væri að afla þeirra þar í landi, eins og Eski-
móar gerðu. Auðvitað yrði ekki mikil tilbreyting í mat-
aræðinu, en það væri ekki nauðsynlegt til þess að halda
lífi og kröftum. Fiskur, feitt dýraket og selspik var
fæða, sem mátti fá þar víðast hvar, og á því lifðu inn-
fæddir menn, og eins gætu hvítir menn gert.
Á þessari fyrstu ferð sinni hafði Vilhjálmur kynst
Eskimóum þeim, er bjuggu á svæðinu kringum Mackenzie-
fljótið, en þeir höfðu lengi haft kynni við hvíta menn,