Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 14
14
Halldór Hermannsson
Norður af meginlandi Ameríku liggur Beaufort hafið
og er það skilið frá Baffinsflóa af eyjaklasa miklum, en
sumar eyjarnar þar eru í raun og veru stór eylönd.
Liggja stór sund milli þeirra og gegnum þessi sund leit-
uðu menn lengi á fyrri hluta 19. aldar að norðvesturleið-
inni; kostaði sú leit mikið fje og mörg mannslífin, uns Eng-
lendingnum Mac Clure tókst loks að komast þar gegnum
árið 1850, og á vorum dögum tókst og Roald Amund-
sen það. Reyndist sú leið að hafa enga praktiska þýð-
ingu vegna ísa. Annars eru eylöndin þar heldur lítið
könnuð, einkum þegar norðar dregur. í Beaufort-hafinu
eru sjerlega mikil ísalög og hefur því verið ómögulegt að
komast þar nokkuð áleiðis með skipum, enda miklu
minna gert að rannsóknum þar en í Ishafinu milli Græn-
lands og Noregs, og norður af Evrópu og Grænlandi,
því að þær leiðir hafa haldið flestir þeir leiðangrar, sem
miðuðu að því að finna norðurpólinn. Ameríkumaðurinn
Peary varð að lokum hlutskarpastur í þeirri samkepni,
og komst hann loksins til pólsins veturinn 1909. Hafði
hann gert margar tilraunir, en loksins tókst honum að ná
takmarkinu með því að hafa bækistöð sína norðan til á
Grænlandi og búa sig best út með vistum og öðrum
nauðsynlegum útbúningi, er nægði til ferðarinnar fram og
aftur, enda voru vistir hans að þrotum komnar og mikið
af hundum hans dauðir, er hann náði aftur Grænlandi.
Með öðrum orðum það var skilyrðið að geta búið sig
svo vel út frá einhverri landstöð, að ekki þyrfti að hræð-
ast skort út á ísnum. En nú eru takmörk á því, hve
mikinn farangur megi með sjer flytja, og því er fjarlægð-
in, sem náð verði frá landi, komin undir vistaforðanum.
Pví eru þau svæði íshafsins minst rannsökuð eða órann-
sökuð með öllu, sem lengst liggja frá landi. Norðurpóll-
inn sjálfur er sem sje ekki erfiðastur aðgöngu, þar sem
hann liggur einungis um 800 enskar mílur frá norður-