Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 84
^4
Páll Melsteð
inikill hákalls afli, Thorl(acius) skrifaði mjer fyrir skemstu,
að þar væri ioo kútar í hlut. Ölvusíngar drápu fje sitt
í haust er leið, og hafa nú keypt fje aptur úr Flóanum,
hirða sjálfsagt ekkert og hleypa aptur kláðanum í alt. Eg
held Collega minn ráði við ekkert og þeir kumpánar, og
eg held að J(ón) G(uðmundsson) fari með sitt Populari-
tet í þessari kláðastjórn, og hafi að nýju fataskipti og
verði lækníngamaður, og fari so í gröfina. Og þá hefir
hann vel að verið. Eg heyri að þeir eru engir vinir
orðnir J. G. og Magnús Jónsson. Magnúsi þykir Jón
vilja ráða öllu, og þykja ekkert gott nema það, sem frá
sjálfum kemur. En eg sagði Magnúsi, að hann þyrfti
eigi að lýsa Collega mínum fyrir mjer, því að eg þekti
hann altaf við og við, fjær og nær síðan 1828, að við
sátum í Bessastaðaskóla. En við Jón getum nú aldrei
skilið: »á mig er dæmdur hann«.
Pað gleður mig í sannleika bróðir, að Finsen hefir
þó fremur hallast að þínu máli um fjártillag Dana, held-
ur en hins flokksins. Pað er þó sannarl. munur á 60000
og hinu, sem J. G, Arnljótur etc. voru ánægðir með.
Petta var þeim mátulegur snoppúngur. En eg vona að
Arnijótur eigi marga snoppúnga til góða. Hann hefir
lengi lagt inn, nú kemur að úttektinni bráðum fyrir hon-
um. Hann gjörði sitt til að murka lífið úr Sveinbirni
Egilssyni; hann gjörir sitt til að murka lífið úr þjer. »Sá
er innviðasvartur mann«. Setjum að A. lifði 300 árum
fyr, t. d. 1567. Hvað sof So hefði hann ekki haft
stálpenna í vösunum heldur hið nafnkenda duft þeirra
tíma: »requiescat in pace« — Ekkert er nýtt undir sól-
unni. Pað er alt sami djöfullinn en í annari mynd. Pú
sjerð nú bróðir, að eg er reiður, eu þá er eg líka beztur,
og — sannorðastur. Eg hefi talað við Jens um pension
frú Guðlaugar, og skal reyna að fá attest Jónassens. Hann
reynist okkur vel, stilltur og gætinn í sinni praxis og eg