Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 16
6
Halldór Hermannsson
ir, og aö reyna að komast eins langt norður í haf og
hægt væri og þannig auka þekkinguna á því sviði; svo
var tilætlast, að þeir skyldu reyna að komast eins nærri
»torsótta pólnum« eins og mögulegt væri.
Þegar alt var tilbúið, hjelt allur hópurinn norður til
Nome í Alaska, og þaðan sigldu þeir seint í júlí á þrem
smáum skipum. Stærst þeirra var »Karluk«, sem var
undir stjórn Bartlett skipstjóra, þess er hafði verið með
Peary; var Vilhjálmur sjálfur á því skipi og mestallur
farangurinn og áhöldin, sem nyrðri flokkurinn ætlaði að
nota; skipið var í þjónustu þess flokks. Á hinum skip-
unum var syðri flokkurinn og útbúningur sá, er hann ætl-
aði að nota. Engin þessara skipa voru smíðuð til þessarar
ferðar. Pau vorujgömul skip; »Karluk« var áður hvalfangari.
PegarnorðurfyrirBeringssundkom, skilduskipin brátt vegna
ofviðris; náðu smærri skipin leiðarenda, en »Karluk« varð
fyrir hrakningi. Pað komst að vísu fyrir Point Barrow, sem
er nyrsti oddinn á Alaska, en þar varð það fast í ísnum,
losnaði þó aftur og svamlaði um í íshroðanum þar norður
frá, komst alla leið austur að Krossey, en þá festist það
loksins alveg í ísnum og frá því 13. ágúst gat það ekki
hreyftsig; Ijet upp frá því berast með ísnum. Hjer hefur
Vilhjálmi víst yfirsjest, því að hann rjeði, hvert skipinu
skyldi stefnt. Pað er reynsla hvalveiðamanna þar nyrðra,
þegar ísalög eru mikil, að halda skipunum sem næst landi,
þar sem norður af Atlantshafinu skipum mun vanalega
haldið upp í ísinn. Vilhjálmur ljet gera það hjer í stað
þess að fylgja reynslu manna þarna, og að því hefur
honum skjátlast, eins og sýndi sig, þegar skipið varð ís-
fast. í fyrstunni rak skipið austur eftir í ísnum, en því
næst tók það að reka allhart vestur á bóginn. Pegar
komið var móts við Harrisonflóa, taldi Vilhjálmur líklegt,
að skipið mundi haldast þar kyrt í ísnum um nokkra
hríð; rjeði hann því af að fara þar í land ásamt þremur