Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 98
98
Páll Melsteð
XIIT. ,
Rv. 4. Dec. 1875.
Elskulegi bróðir.
Eg þakka þjer kærl. brjefið frá 15. f. m. og alla
bróðurlega trygð forna og nýja.
Það er frá Onnu d. m. að segja, að í haust gaf hún
Halldóri Friðrikssyni greinilegan lista yfir alt, sem hún
áleit nauðsynlegt til mjólkurstarfa sinna, og þessvegna
segist hún hafa svo lauslega nefnt þá hluti í brjefi til
konu þinnar. Halldór ætlaði fyrir reikníng bústjórnarfjelags-
ins að panta alia þá hluti, en hefir ekki gjört það, nema ef
hann gjörir það nú, og mun hann vilja fá það dót með
Fischers- eða einhverju öðru kaupskipi og fyrir lítið
flutningskaup í vor ið komandi. Pessi verkfæri, sem þú
nú keyptir og sendir, kaupir annaðhvort bústjórnarf. eða
Kristinn í Engey, sem ætlar að fá Önnu út til sín eftir
nýárið, þegar beljur hans eru bornar. Og fari svo að
hvorki Haildór eða Kristinn kaupi þessi verkfæri, svo
þori eg að fullyrða að Theodor sýslumaður í Hjarðar-
holti gjörir það, því hann er sá ákafasti að koma þessari
mjólkurgerð á framfæri, og hefir pantað Önnu til sín að
vori, og lætur þá byggja reglulegt mjólkurhús. Svo
vona eg að þegar einstöku menn slást í lið með henni,
að hún komi einhverju áleiðis i þessu efni.
Eg víldi bróðir, að eg gæti styrkt Tjóðvinafjelagið
þitt, en eg er eins og þú veitst ónýtur maður til allra
slíkra hluta. Hugurinn er allur innávið hjá mjer, og að
kenna hinum úngu eitthvað, ef eg megnaði.
Mjer líður annars allsæmilega, eins og vant er, eg
geng nú daglega í skólann og hefi þar alla söguna hjá
þeim, so er eg í frítímum mínum að lesa hana og mynd-
ast við að setja eitthvað saman í nýtt hefti. En mjer
gengur skelfing seint, því eg er bæði seinvirkur og lítil-
virkur. Mjer dettur Porvaldur maður Hallgerðar í hug.