Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 151

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 151
Skuldir íslands 15« Alþingi, landsstjórnin og bankarnir hafa verið samtaka í því, að stjórna fjárhag íslands óvarlega og illa. Ef fjárhag Islands hefði verið prýðilega stjórnað, þá væri landið skuld- laust. Ef að eins alþingi og landsstjórnin hefðu stjórnað vel, þá væri landssjóður skuldlaus að mestu. ísland stóð betur að vígi á ófriðarátunum en flest önnur lönd, því að það þurfti eigi að ala her, og það rekur enga millilandaverslun (»transit«- verslun), og það gefur að eins nauðsynjavörur af sjer, fæði og fataefni, sem ávalt má selja. Nú hefur öll fjárhagsstjórn vor verið þannig, að hver maður, sem hefur sparað fje sam- an, hefur mist rúmlega helminginn. Allir sjóðir eiga nú rúm- lega hálfu minna en áður, því öll peningaeign hefur fallið um rúman helming. í’ó segja menn, sem koma af íslandi, að sumum fjármálamönnum landsins þyki þetta eigi ilt, og telji eigi nauðsyn að hefja gengi íslensku krónunnar; lands- menn fái hærra verð fyrir bragðið fyrir vörur sínar! Menn ættu að vita hvernig gengisfall peninganna hefur farið með Rússland og í’ýskaland. — í’ar er það að vísu svo stórkostlegt, en hver getur sagt með sanni, að það geti eigi orðið stórkostlegt á íslandi, ef sömu stefnu er haldið áfram ? — Hjer skalt nefnt eitt dæmi. í Berlín eru mörg Hknarheimili fyrir aldraða og örvasa menn, er auðugir menn hafa sett á stofn. Þau eiga um 70 miljónir marka; ársvextir af þeim voru yfir hálfa þriðju miljón marka, og af þeim lifðu lfknar- heimilin. En svo fjell markið svo mikið, að allir ársvextirnir urðu eigi nógir til þess borga undir eitt brjefspjald, hvað þá meira. Borgarstjórn Berlínar komst í hin mestu vandræði með að halda Hknarheimilum þessum við lýði. Flestir þjóð- verjar hafa liðið afarmikið við gengisfallið. Að eins »ríkið« hefur unnið við það á einn hátt; það hefur losnað við ríkis- skuldirnar, því að þær voru i n n 1 e n d a r. En hvílíkur skaði hefur þetta eigi verið fyrir þann mannfjölda, sem hafðilánað ríkinu alt lausafje sitt eða sparisjóðsfje. Ríkisskuldir íslands eru flestar útlendar. l’ær vaxa við fall íslensku krónunnar og verða óbotnandi. Nú í vetur hafa í’jóðverjar komið gullgengi á hina nýju seðla sína, rentumörkin eða gullmörkin. Tíu miljarðar marka af gömlu seðlunum eru jafngildir einum »pfennig«, þ. e. tæplega 9/io úr eyri, eins og gengi krónunnar var fyrir ófriðinn. Ein biljón marka í gömlum seðlum er eitt rentumark (= 89 aurar í guTli). Síðan fast gengi komst á peningana fer hagur manna á Þýskalandi stórum batnandi. Mikil fátækt er nú óvíða nema í stórbæjunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.