Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 115

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 115
Um ættgengi »5 vægar til þess, að rjettari skilningur náist á hinum margvís- legu fyrirbrigðum lífsins á jörðunni, að allir, sem hafa áhuga á þessum vísindum, grípa fegins hendi góðar bækur, sem koma út um þau, og það er óhætt að fullyrða, að þeir grípa ekki í tómt, sem ná í þessa nýútkomnu bók prófessors Johann- sens, Hún er skrifuð af hinum mesta lærdómi og þekkingu og styðst þar að auki við fjöldamargar rannsóknir og tilraun- ir, sem höf. hefur sjálfur gert eða látið gera um nokkra ára- tugi. En hið besta við bókina er, að meiningar og skoðanir höfundarins sjálfs koma ljóslega fram alstaðar. í hinum erf- iðustu spurningum og getgátum gefur hann sjálfstæð svör, bygð á eigin rannsóknum sínum og rökleiðslum. Þetta varp- ar lífi og krafti yfir hið torskilda efni, sem einnig er raðað niður á skýran og skipulegan hátt. En þrátt fyrir þetta er bókin þung aflestrar og krefur mikla ástundun og marga yfir- lestra til þess að menn geti haft fult gagn af henni; þó hygg jeg að gáfaðir íslenskir búfræðingar og mentaðir bændur geti haft bæði gagn og gleði af að lesa hana Höfundurinn byrjar á því að rekja sögu ættgengiskenn- inganna á umliðnum öldum og dvelur einkum við skoðanir hinna forngrísku náttúrufræðinga, Empedaklesar, Demokrits, Hypokratesar, Platos og Aristotelesar. Hann sýnir fram á, að skoðunum þeirra hlaut að vera mjög mikið ábótavant, eins og seinni alda lækna og fræðimanna, vegna þess að þekkingin á öllum meginatriðum æxlunarinnar, bæði { jurta- og dýrarík- inu, var mjög ófullkomin. Skoðanir manna á þessum efnum bygðust aðallega á heimspekilegum rökleiðslum, bæði í fornöld og á miðöldunum og eiginlega tókst vísindunum fyrst að bregða meiri birtu yfir innri byggingu getnaðarfæranna og þar með yfir alla tímgun, sem er undirstaðan undir öllum ætt- gengisrannsóknum, í byrjun 19. aldarinnar, og verður því að geta um þessar uppgötvanir með nokkrum orðum. Það var fyrst árið 1828 að Karl Ernst von Baer uppgötvaði eggið í eggjastokkum konunnar. Reyndar höfðu þeir Harvey, Redi, Malpighi og einkum Graaf gert mikilsverð- ar uppgötvanir á byggingu æxlunarfæranna þegar á 17. öld, og eins má geta þess að Leeuwenhoek var eiginlega sá fyrsti, sem fann og lýsti sáðsellunum 1677. En það var þó fyrst eftir uppgötvun Baers og eftir að Oskar Hertwig sýndi fram á að meginregla við alla frjóvgun er, að sæðissella borar sig inn í egg samskonar tegundar, að rannsóknir á tímgun og ættgengi gátu farið að byggjast á vísindalegum grundvelli. Höfuðatriðið við alla æxlun er, að tvær frumlur eða sell- 8*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.