Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 60

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 60
6o Sigfús Blöndal veita íslendingum þessi forrjettindi vegna þess hve fáir komi til háskólans, sem auðvitað sje mest að kenna því, að þeir almennt ekki hati efni á að kosta sig til náms. í’að verður ekki sjeð hvort konungur hefur tekið þetta upp hjá sjálfum sjer, eða ekki, en líklegt er þó að upptökin sjeu hjá einhverj- um lærðum íslending eða Islandsvini, sem hafði aðgang að honum, og mætti ýmsa til nefna. Er næst að halda að ein- mitt Christopher Walkendorph, sem áður er nefndur, hafi átt mestan þátt í því, og að þetta hafi einmitt verið eitt af því er orsakaðist af íslandsför hans 1569, er hann var sendur af konungi með höfuðsmanns valdi (eftir Henrik Krag), til að gera út um ýms stórmál og kynna sjer hag íslands. Gæti hugsast að biskuparnir báðir, Guðbrandur Þorláksson á Hólum og Gísli Jónsson í Skálholti, og eins Arngrímur lærði hafi ýtt undir hann með þetta. Þó er ekki, að því jeg viti til, nein brjef til nú, er sýni það.1) Síðan voru lík rjettindi gefin færeyskum stúdentum og 1607 líka 12 norskum stú- dentum, og enn síðar nokkrum fleirum. 1 — 2 frá Eysýslu og Gotlandi og 2 frá Friðriksborgarskóla og 8—10 af stúdentum frá Kaupmannahafnarskóla (o: Metropolitanskólanum). Er tfmar liðu var þessu þó breytt, svo loks voru það íslendingar og Friðriksborgarar einir sem höfðu forrjettindi. Daglegt líf stúdenta á Garði var auðvitað mótað af menningu þeirra tíma. Húsakynnin voru heldur kaldleg og óvistleg. Gólfin voru steinlögð, veggirnir kalkaðir, og loftin ómáluð bjálkaloft. í gluggunum voru litlar, blýgreyptar rúður, og fyrir gluggunum út að götunni voru járnstengur, en ekki fyrir þeim sem vissu inn að garðinum. Venjulega bjuggu tveir og tveir saman (contubernales, sambýlismenn) og hjelst það fram á 20. öld. Höfðu þeir þá tvö herbergi, var innra herbergið notað til lestra (musæum) en hið ytra var svefnher- bergi ('cubiculum), og stóð þar svo oft mikið rúm ætlað tveim- ur, með sparlökum. Venjulega urðu stúdentar að sjá sjer sjálfum fyrir húsgögnum, og árið 1710 var þeim gert það að skyldu. Ljós og eldivið fengu þeir ókeypis að r.okkru leyti, og er svo enn. Einstöku menn urðu til að stofna smásjóði, til gagns Garðbúum og bætti það nokkuð úr hag hinna fá- tækari. Til að þjóna sjer og ræsta herbergin hjeldu Garð- búar í fyrstunni sveina, sfðar vinnukonur, en 1718 var bann- að láta aðra annast þau störf en vinnufólk dyravarðar. *) Sjá um dvöl Walkendorphs á íslandi Kirkjusögu Finns biskups IIÍ. 8 — 9 og Hirðstjórannál Jóns Halldórssonar í Safni til sögu íslands II, bls. 707—7 11.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.