Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 132

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 132
132 Fimm smárit um Grænland og ísland eina þjóð. Það gerðu þeir eigi fyr en eftir fall Ólafs Har- aldssonar I030 að skoðun norskra fræðimanna (sbr. líka bækling Ræstads, bls. 3). I’etta hefur eðlilega flýtt fyrir því, að íslendingar tóku svo snemma að skoða sig sjerstaka þjóð, íslendinga en eigi Norðmenn. Frá þessu hefur verið skýrt allgreinilega í Afmælisriti til dr. Kr. Kaalunds, sem Fræðafje- lagið gaf út 1914. Af bæklingum þeim, sem hjer eru nefndir, cru bæklingar prófessoranna Arups og Kohts langmerkastir. Það er mikill sögulegur fróðleikur í þeim fólginn, bæði um Kielarfriðinn og um samningana milli Noregs og Danmerkur á næstu árum eftir 1814. Karl Johann og stórveldin, bandamenn hans, rjeðu mestu um Kielarfriðinn og beittu ofbeldi við Dani. Norðmenn voru eigi spurðir um, hvernig landi þeirra var ráðstafað og enn síður íslendingar, Færeyingar eða Grænlendingar. Þetta var hart, en þó voru þessar þjóðir eigi harðar leiknar en Danir. Svona var þá farið með þá, sem minni máttar voru á ófriðartímum, og stórveldin hafa sjaldan verið betri enn þann dag í dag en þau voru þá. Slíkt er bæði ilt, ranglátt og skaðlegt, og er skylt að hverfa frá slíku athæfi. Hin sameiginlega ríkisskuld Dana og Norðmanna var þá um 45 miljónir silfurspesíur; var ákveðið svo í fyrstu, að Norðmenn skyldu greiða þriðjunginn. Þeir mótmæltu því siðar og gerðu kröfu til íslands, Færeyja og Grænlands í staðinn; stóðu lengi samningar um þetta, en loks samþykti þó stór- þingið 29. maí 1821, að Norðmenn, skyldu borga Dönum 3 miljónir silfurspesíur (12 miljónir kr ) af ríkisskuldinni, og að »hjer með skyldu á þennan hátt allar kröfur á báðar hliðar útaf sambandinu milli Danmerkur og Noregs vera að öllu leyti upp gjörðar og útkljáðar«. Var þetta síðasta samþykt í einu hljóði af stórþingi Norðmanna. Með þessu gáfu Norðmenn upp allan rjett sinn til íslands, Færeyja og Grænlands, og þeir gerðu það sannarlega ekki ókeypis, heldur fengu þeir alt að því 12 miljónir silfurspesíur (þ. e. 48 mil- jónir kr.) fyrir þessi gömlu skattlönd norsku krúnunnar. Þó áttu þeir í raun rjettri engan rjett til íslands að minsta kosti, því að Noregs konungur hafði margbrotið af sjer allan rjett til þess. Eru flestir norskir sagnaritarar sammála um það, að Norðmenn hafi sloppið dæmalaust vel frá hinni sameiginlegu ríkisskuld Daná og Norðmanna; þar með játa þeir óbeinlínis, að Noregur hafi fengið meira fyrir skattlöndin en ijett var. Prófessor Koht kannast líka hreint og beint við það í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.