Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1973, Page 67

Andvari - 01.01.1973, Page 67
ANDVAIU NJÁLA MIÐALDAHELGISAGA? 65 sín — livað sem siðferðishugmyndum líður. En það er áreiðanlega ekki krist- inn hugsunarháttur að láta í Ijós löngun sína til hefndar opinberlega, allra sízt á hinztu stund ævinnar. Ef höfundurinn hefði viljað lýsa Njáli sem manni búnum hreinum kristilegum dygðum, þá hefði hann auðvekllega getað sleppt þessu tali um hefnd. En hann er nógu frjálslyndur til þess að gera það ekki; og það er ekki snefill af vanþóknun í frásögn hans af þessu atriði, öðru nær. Mér skjátlast mjög, ef Njáll skvldi ekki - einmitt vegna þessara orða sinna - rísa hve hæst í þessum harmleik og öðlast samúð okkar meira en nokkru sinni fyrr. Skyldu Islendingar 14. aldar hafa litið þetta öðrum augum? Og ef svo, hvers vegna? Njáli er boðið að kjósa líf eða dauða, og hann kýs dauða. Elrafnkatli er gert sams konar boð í Hrafnkels sögu, þegar hann er fallinn í hendur andstæð- ings síns, Sáms. En Hrafnkell kýs líf. Hermann Pálsson hefur fjallað um þessa ákvörðun Elrafnkels í áðurnefndu riti sínu. f samræmi við aðalsjónarmið sitt sér hann hana í Ijósi miðaldaguðfræði og vitnar í Idugo frá St. Victor (um 1097—1141): „Umfram allt var manninum fyrirskipað að varðveita bæði sitt eigið líf og líf annarra manna.“ Þannig hegðar Hrafnkell sér í þessu tilfelli eins og kristnum manni sæmir. En hvað um ákvörðun Njáls, ef við leggjum á hana sama mælikvarða? Hann fyrirfer ekki aðeins sínu eigin lífi; kona hans, Bergþóra, og Þórður litli, dóttursonur þeirra, fylgja dæmi Njáls og vísa bæði heint til tryggðar sinnar við bónda sinn og afa. Þannig virðist Njáll hreyta miklu verr en Hrafnkell, frá kristilegu sjónarmiði. En því fer fjarri, að höf- undurinn fordæmi hann. Samanburðurinn virðist líklegastur til þess að benda okkur á, að varla er hægt að leggja þröngan siðferðislegan mælikvarða — svo maður tali nú ekki um guðfræðilegan — á lífsskoðun þá, sem birtist í Njálu. Morðbrennan að Bergþórshvoli hefur stundum verið borin saman við Flugumýrarbrennu haustið 1253, en Sturla Þórðarson lýsir henni í íslendinga- sögu sinni. Sturla, sem hafði verið viðstaddur brúðkaup Ingibjargar dóttur sinnar að Flugumýri, en farið þaðan fáeinum klukkustundum áður en brennu- menn komu, hlýtur að hafa tekið þennan atburð mjög nærri sér; meðal ann- art'a manna, sem voru drepnir þar, var einnig brúðguminn, tengdasonur hans. Fegar Sturla er að ljúka frásögn sinni af þessari hræðilegu nótt, kemst hann svo að orði: „Þessi tíðendi spurðust brátt, og þótti öllum vitrum mönnum þessi tíðendi einhver mest hafa orðið hér á íslandi, sem guð fyrirgefi þeim, er gerðu, með sinni mikilli miskunn og mildi" (444; leturbreyting mín). Ég hef vitnað í þessa málsgrein til þess að sýna fram á ákveðinn mismun á slíkum textum sem Islendinga sögu og Njálu. Við myndum eflaust hafa litið á slíka athugasemd eftir höfund Njálu sem falska nótu. Það má ganga út frá því, að hann hafi verið 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.