Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 10
8
Hlln
Næsti aðalfundur ákveðinn á Akureyri.
VII. Kosinn formaður Sambandsins til næstu
þriggja ára Guðný Björnsdóttir, Akureyri. Varaform.
Ingibjörg Eiríksdóttir, kenslukona, Akureyri.
VIII. Heilbrigðismál: Anna Kristjánsdóttir, Víði-
völlum. — Lagði framsögukona aðaláherslu á það að
vanda þyrfti betur kaup á allskonar erlendum matvæl-
um, sjerstaklega kornvöru. Fanst æskilegast að myln
um yrði komið upp sem víðast, svo menn gætu látið
mala korn sitt í landinu, en þyrftu ekki að kaupa mjöl.
Taldi hún ekki ólíklegt, að magakvillar, sem nú ykjust
mjög með þjóðinni, ættu rót sína í óvandaðri vöru. —
Svohljóðandi tillaga kom fram og var samþykt:
»Aðalfundur S. N. K. lýsir ánægju yfir því, að S.
í. S. hefir tekið það til yfirvegunar, hvort ekki mum
unt að flytja inn ómalaðan rúg til mölunar í landinu
sjálfu, í stað rúgmjöls, og skorar á Sambandið að
hverfa ekki frá því máli. Álítur fundurinn, að smá-
mylnur verði heppilegri en ein fyrir alt landið. Jafn-
framt vill S. N. K. skora á S. í. S. að leggja mikla á-
herslu á það að flytja eingöngu inn vandaða korn-
vöru«
IX. Samkvæmt ósk sýslumanns Þingeyinga, var les-
in orðsending frá undirbúningsnefnd Alþingishátíðar
1980.
X. M æ öras tyrk tarmál: Kristbjörg Jónatansdóttir
rakti gang málsins frá byrjun og skýrði frá hvar því
væri nú komið. Hefir nefnd sú, er kosin var af 15 fje-
lögum í Reykjavík, málinu til styrktar, komið á skrif-
stofu í Rvík, til að veita upplýsingar og leiðbeina kon-
um, og hefir það þegar sýnt sig að skrifstofunnar var
full þörf. — Málið nokkuð rætt og að lokum samþykt
svohljóðandi tillaga:
»Sambandsfundur S. N. K. lýsir ánægju sinni yf-
ir því, að íslenskar konur hafa tekið mæðrastyrktar-