Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 61
Hlín
59
i
í jurtalitun, er ekkja A. Zprns, hins fræga listamanns Svía,
lætur halda á hverju sumri frá 1, — 21. ágúst. Þau hjón,
A. Zorn og kona hans, hafa gangist fyrir því, eins og fleira
góðu, að endurreisa heimilisiðnaðinn í hjeraðinu í kring um
Mora. — F*að eru bestu og mentuðustu mennirnir í Noregi
og Svíþjóð, sem beita sjer fyrir endurreisn heimilisiðnaðarins
og kenna fólkinu að reyna að vera sem mest sjálfbjarga. —
Heimilin eru miklu hlýlegri þar sem að minsta kosti eitthvað
af híbýlabúnaði er gert af fólkinu sjálfu, en ekki alt vjelunnið.
F*að sem við íslendingar þurfum nú sjerstaklega að keppa
að í þessu efni, er að koma okkur upp litunarstofu. Heim-
ilisiðnaðarfjelagið hefur sýnt, að hægt er að vinna fallega muni
úr íslenskri ull, en við verðum að stefna að því, að almepn^-
ingur geti altaf fengið keypt gott íslenskt band, með fallegum
og haldgóðum litum.
FJá er útsalan. F*að verður að vera framtíðartakmark okkar
að setja upp útsölu, sem kaupir íslenska heimilisvinnu með
sanngjörnu verði. En þar verður ekkert keypt eða tekið til
útsölu nema það sje. ágœtisvinna. Lag og allur frágangur á
flíkunum,' t. d. sokkum og nærfatnaði, verður að .vera í besta
lagi. F>að stórspillir fyrir sölu á íslenskum heimilisiðnaði, hve
sumir eru kærulausir um útlit á því, sem þeir láta frá sjer
fara til sölu; sumir láta sjer jafnvel sæma að senda til útsölu
óþvegin nærföt og sokka, svo að sauðfitu- og olíubrækjan
lyktar úr því langar leiðir. F’etta hljóta allir að sjá að má
ekki eiga sjer .stað.
7. jan. 1929 byrjaði vefnaðarmámskeið félagsins og stóð til
18. apríl. Brynhildur Ingvarsdóttir var kennarinn, en nám-
skeiðið var haldið í Landspítalanum, sem er í smíðum. Var
það í vetur mjög ófullkomið og ónæðissamt húsnæði, sökum
múrryks og hávaða við bygginguna, og alt var þar hálfkarað,
en við höfum lofun fyrir að mega halda þar námsskeið næsta
vetur, og verður þá ólíkt betri aðstaða, því að þá verður húsið
fullsmíðað. En svo erum við aftur húsnæðisiaus fyrir næsta