Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 114
112
Hltn
Verðleikar bændastöðunnar.
Erindi flutt á búnaðarfjelagsafmæli að Núpi í Dýrafiröi.
Mennirnir stjórnast mest af tveimur öflum: Skyn-
semi og tilfinningu. Reynt er því að hafa áhrif á bæði
þessi öfl frá upphafi: Glæða skynsemina og göfga til-
finninguna, það köllum við uppeldi. Við eignum skyn-
seminni bústað í heila, en tilfinningunni í hjarta.
Þekking sú, sem mönnum er veitt í skólunum, er venju-
iega kölluð mentun. En hafi hún ekki betrandi og göfg-
andi áhrif á hjartað, þá getur hún tæplega heitið meira
en fræðsla. Skynsemin hefir auðgast að þekkingu,
maðurinn orðið fróðari og getur heitið lærður maður,
en mentaður er hann því aðeins, að tilfinning hans
hafi auðgast að mannkostum að sama skapi sem skyn-
semin að fróðleik, að hjartað hafi lært að finna til,
hafi samúð með öllu, sem lífsanda dregur, líði með því,
gleðjist með því, en finni jafnframt til eigin göfgi
sinnar, þó án alls auðvirðilegs stærilætis. Þannig býr
skynsemi og tilfinning afkvæmi sitt, viljann, best úr
garði. — »Kalinn á hjarta þaðan slapp eg«, er haft
eftir einum merkum manni þjóðar vorrar, um skóla
þann, er hann átti að mentast í. »Slæmur skóli það«,
býst jeg við að þið segið. »Hafirðu góða hjartarót,
höfuðið gerir minna«, segir Matthías Jochumsson.
Uppeldi tilfinninganna verður þýðingarmeira en upp-
eldi skynseminnar, ef um annaðhvort er að ræða, en
best er að hvorttveggja fylgist að. »Varðar mest til
allra orða, að undirstaðan rjett sje fundin«. Þetta má
segja bæði um andlega og líkamlega starfsemi, og þá
einnig um uppeldið. Það skiftir mestu, að undirstaðan
sje rjett, byrjunin góð, þá er von um að framhaldið
verði í samræmi við hana. — Förum til »móður nátt-