Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 149
Hlín 147
Uppistaða nefnt í fornöld gam, sbr. Njálu: vifta og
gain (sjá bls. 51) og Laxdælu: Ummæli Guðrúnar ó-
svífursdóttur við Bolla: »Mikil verða hermdarverk, ek
hefi spunnit tólf álna garn,ennþúhefir vegit Kjartan«.
ívaf eða fyrirvaf, nefnt vifta í fornöld. Nefnt veftur
enn á Austurlandi. Band á Suðurlandi. Mikið varpað
er það kallað þar sem uppistaðan er þjett í skeiðinni.
Lítið varpað, þar sem uppistaðan er gisin í skeiðinni.
Þráðarormeldúkur: ormeldúkur þar sem uppistaðan
liggur ofan á (sunnlenskt). Bandormeldúkur: ormel-
dúkur, þar sem ívafið liggur ofan á (sunnlenskt). Und-
anskurður, undanlás eða krummabrækur. Undirband:
t. d. í salonsvefnaði, einskeftan undir. Yfirband: í
. saloni, eða öðrum útvefnaði, skrautbandið, sem liggur
ofan á.
Sýningar. Sýningar til undirbúnings landssýningar
1930 hafa verið haldnar á mörgum stöðum á sl. vori,
og nokkrar sýslur, sem ekki hafa enn haft ástæðu til
að koma sýningu á, ráðgera hana snemma á komandi
vori. — Alment er því mjög vel tekið að undirbúa
sýningarhald og talið sjálfsagt að landssýning kom-
ist á.
Þær hjeraðssýningar sem einna mest hefur kveðið
að á þessu ári eru sýningarnar á Laugum í Reykjadal
fyrir S.-Þingeyjarsýslu og á( Eiðum fyrir Múlasýslur
og nokkurn hluta Austur-SkaftafellsSýslu. Þessar sýn-
ingar báru báðar vott um skipulegan og góðan undir-
búning, og margt var þar af gullfallegri vinnu.
Árnesingar og Rangvellingar höfðu og hjeraðssýn-
ingar. — Margar sveitir hafa í þeim sýslum haft sýn-
ingar árlega, ár eftir ár, enda báru hjeraðssýningarn-
ar vott um gott og skipulegt starf. :— Að öllum þessum
sýningum 'stóðu fjölmenn' og öflug fjelagasambönd,
sem láta sjer mjög ant um heimilisiðnaðinn.
10*