Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 73
Hlín
71
Uppeldismál.
Heimilisiðnaður
erindi flutt á nokkrum stöðum í Múkisýslum 1928 í
sambandi viö sýningar á heimilisiðnaði og á ársfundi
S. N. K. á Lanigum 1929 af
S i g.rúnu Pálsdóttur BlöndaL
Á tímamótum eins og þeim, sem við lifurt’ nú, ís-
lendingar, þar sem erlend áhrif flæða inn yfir landið
og rekast á eða ryðja um koll aldagömlum venjum og
lifnaðarháttum þjóðarinnar, og hafa komið meira róti
á þjóðlíf vort en dæmi munu vera til, á slíkum tíma-
mótum er fátt nauðsynlegra, en að höndum beri eitt-
hvað það, er fái oss til að nema staðar augnablik,
hætta örlitla stund að hugsa um allar framfarirnar og
framfaramöguleikana, en lítast um, átta oss á, hvar
vjer erum staddir, og — horfa til baka.
Vjer erum svo iánssamir, að eiga einn slíkan at-
burð framundan, þar sem er þúsund ára minningar-
hátíð Alþingis. Slik merkisár sem 1930 t vorri sögu
eru einskonar áfangastaðir á vegi aldanna, þar sem
vjer staðnæmumst, áður en vjer leggjum af stað í
næsta áfanga. Vjer nemum staðar og lítum yfir liðna
tíð, berum saman nútíð og fortíð. Einn liður í væntan-
legri Alþingishátíð er landssýning á heimilisiðnaði.
Sveitasýningarnar, sem nú er verið að halda, eru eins
og allír vita, undirbúningur þessarar landssýningar.
Jeg býst við því, að þegar borin verður saman fortíð
vor og nútíð, og spurt hvort oss hafi farið fram, þá
verði einhver svör játandi. En þegar um heimilisiðnað
er að ræða, hlýtur svarið að verða á annan veg. Að þar
sje um afturför að ræða, getur engum blandast hug-