Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 55
Hlín
53
rokkar á bæ, jókst vefnaður mjög á tímabili. Alt var
ofið úr ull til klæðnaðar, rúmfatnaðar og húsbúnaðar
■og nokkuð flutt út. Mest var ofið vaðmál og einskefta..
Vaðmálið í utanyfir- og nærfatnað karla og kvenna,
rekkjuvoðir, , ábreiður, ínnraver á sængur og kodda,
efni í tjöld og poka, en einskeftan í alt sem þynra og
liprara átti að vera: Svuntur, fóður, milliskyrtur,
sængurver, barnafatnað, borðdúka.
Um 1880 fór það að tíðkast að nota bómullargam í
uppistöður, breiddist sú venja út með hraðskyttuvef-
stólnum, sem fyrst kom að Ási í Hegranesi, og með
honum nokkur útlend tilbreytni í vefnaðargerðum. Þó
hjelt vaðmálið og eihskeftan, ásamt nokkru af vormel-
dúk og klæðavend, velli hjá allri alþýðu. — Og ein-
kennilegt er það, hve einmitt þessar einföldu, fábreyttu
gerðir fara vel í vefnaði. Maður verður aldrei leiður á
þeim, en það er, því miður, ekki hægt að segja um
sumar útlendu vefnaðargerðirnar, sem hafa rutt sjer
til rúms hjer á landi á seinni árum.
Það var t. d. ekki breytt til batnaðar, þegar gömlu,
stórrúðóttu vaðmálsábreiðurnar voru lagðar niður, og
hálfdregilsábreiður teknar upp í staðinn, vanalega með
tvistuppistöðu, þunnar og tuskulegar, verða gráleitar.
og ljótar með tímanum. Gömlu, grófu ábreiðurnar
voru stílhreinar, stórhreinlegar og sterkar, litirnir,
svart og rautt, oftast haldgöðir. Maður verður ekki
leiður á þéim, þær eru þægilegar fyrir augað. Sú til-
högun ætti að takast upp aftur, hún er íslensk. hefur
áreiðanlega verið.notuð um land alt um lengri tíma. —
Bómullargarnið á fullan rjett á sjer tií vefnaðar, en
helst sjerstakt, ekki með ullinni, að öllum jafnaði.
Bómullareinskeftan er sjerstaklega falleg, sje hún
jafnt og vel ofin, úr fínu og litartrúu efni er hún mjög
falleg til fatnaðar, Norðmenn og Svíar nota hana m;k-
ið þannig, og jafnvel líka í húsgagnafóður og drag-