Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 70
Skýrsla
um leiðbeininyarstarfsemi í garðyrkju í Árnessýslu
sumarið 1928.
Hinn 30. apríl síðastliðinn lagði jeg af sta.ð frá
Reykjavík austur í Árnessýslu, til þess að starfa að
garðyrkjuleiðbeiningum.
Jeg var ráðin að tilhlntun Búnaðarsambands Suður-
lands, Hjeraðssambandsins »Skarphjeðinn« og kvenna-
fundarnefndarinnar frá 1926. — Starfinu hagaði jeg
þannig að setja upp vermireíti á einum stað í hverjum
hreppi. Jeg hafði þá um leið góða ástæðu til að sýna
þeim og segja frá, er sinna vildu þessu máli. — Víðast
hvar var málið mjog illa eða ekkert undirbúið, að und-
anskildri Stokkseyri, þar sem kven- og ungmennafje-
lagið höfðu tekið á leigu garð. Það voru einnig á
Stokkseyri langflestir þátttakendur í 1. og 2. umferð.
— Ferðum hagaði jeg þannig að dvelja 2—3 daga í
sama hreppi. — Var fyrst útbúinn vermireitur og í
hann sáð margskonar fræi. Jafnframt var unnið í
garðinum, sáð þar og plantað. Var starfinu lokið á 2
dögum. — Tilhögunin var lík í öllum hreppum, sem
jeg fór um, að útbúa vermireiti og sá í fyrstu umferð.
— Aðallega var þetta matjurtafræ, sem jeg hafði með-
ferðis,- og sjerstaklega var það í þjónustu matjurt-
anna að jeg ferðaðist. — Fyrstu umferð var lokið síð-
ast í maí. Hafði jeg þá lagt vermireiti og leiðbeint
þeim, er óskuðu eftir, bæði með blóm- og matjurta-
garða í 8 hreppum sýslunnar.
•önnur umferð byrjaði með júní, var þá sami hring-
urinn farinn aftur og þá plantað út úr vermireitunum.
Kjomu þá hinir sömu til þess að fá sjer plöntur, sem
voru við, þegar reitirnir voru lagðir. Var dálítið mis-
jafnlega um reitina hirt, sumstaðar náðu plönturnar