Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 111
Hlín
109
nfl. töskur, sem eru að einhverju gagni. íslensk kona,
búsett erlendis, gat ekki notað þá tösku, sem'hún kom
með hingað heim, hún var of stór. Konan vildí ekki
brjóta í bág við venjuna og fjekk sjer smátösku. —
íslenskar konur ætla sjer ekki að verða eftirbátar í
tískunni, það er áreiðanlegt, ganga jafnvel fram fyrir
skjöldu, þegar svo ber undir, það er ekki illa af sjer
vikið hjer norður undir heimskauti.
Á seinni árum eru konur, sem ganga á íslenskum
búningi, farnar að klæðast silkipeysum, allavega rönd-
óttum og bröndóttum, sem eiga víst að vera til að
prýða búninginn, til skjóls eru þær auðsjáanlega ekki,
því konurnar sitja í þeim inni í heitum ofnstofum,
utanyfir stokkapeysunni, en þessi »piýði« á íslenska
búningnum á hvergi heima, og væri óskandi að konur
vildu sem allra fyrst leggja þennan sið niður. Sama er
að segja um grófu, stórröndóttu, garðaprjónuðu lang-
sjölin, sem konur nota til skrauts. Þau eru ekki falleg
við þjóðbúninginn og eiga þar ekki heima.
Hversdagsbúningur kvenna til sveita á íslandi á
vorum dögum, er alt annað en skemtilegur. Algengast-
ir eru kjólar úr »vergarni«, eða öðru gráleitu bómull-
arverki, hárið láta þær alloftast lafa ofan á bakið.
Þetta er óviðkunnanlegur búningur á húsfreyjum og
eldri kvenmönnum, þótt unglingum fari það ekki illa.
En þessi ólukku vergamskjólasiður er orðinn algeng-
ur, og þá er ekki að sökum að spyrja, það er svo þægi-
legt að fljóta með straumnum. — Það er þó góðra
gjalda vert, að þó nokkrar konur gera sjer far um að
hugsa um þetta mál, og láta sjer ant um að nota dálít-
ið virðulegri búning hversdagslega heima við. Þær
halda trygð við skotthúfuna, þeim 'þykir sjer ekki of-
vaxið að vera í ljettu, svörtu pilsi, hafa búið sjer til
hentuga, prjónaða upphlutstreyju við einfaldan upp-
hlut o. s. frv. — Ef konumar vilja nota snoturlegan,