Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 85
Hlín 83
auðgar hana og veitir hénni vinnugleði, og þiggur ein-
mitt fyrir það brot af lífi. Þar á ofan hefur stóriðjan,
eins og henni er fyrir komið, skapað versta valdið, sem
til er í heiminum, auðvaldið, og með því argasta þræla-
haldið, sem sögur fara af.
Loks langar mig til að fara nokkrum orðum um það,
sem jeg ætla að standi heimilisiðnaði vorum helst fyrír
þrifum.
Annarstaðar á Norðurlöndum er það vafalaust verk-
smiðjuiðnaður landanna sjálfra, sem heimilisiðnaðin-
um stendur mest hætta af. Þess vegna er það undra-
vert að hann lifir og blómgast, og getur jafnvel kept
við verksmiðjuiðnað á markaðinum. Hér á íslandi er
öðru máli að gegna. Ekki er innlendum verksmiðju-
iðnaði til að dreifa. Mætti því ætla, að heimilisiðnað-
ur ætti hér sérstakt griðlánd. En það er nú eitthvað
annað. Oftast er fólksfæð sveitanna um kent, og sjálf-
sagt veldur hún nokkru um. Þar við bætist' óhagkvæm
húsaskipun og vöntun á verklegri þekkingu kvenna.
Væri hvorttveggja þetta bætt, er vafamál, hvort
vinnukraftur ekki er nægur. En jeg hygg nú, að aðrar
hindranir sjeu enn veigameiri og erfiðari að yfirstíga,
en það er vöntun á sjálfsmetnaði og nvisskibvingur á,
hvaö er menning. Því varla verður það kallað annað
en vöntun á sjálfsmetnaði, hvað fjöldi manna virðist
fljótur og fús á að kasta siðum sínum, háttum og bún-
ingi, og taka annað upp, aðfengið og óreynt. Annars
er hjer um merkilegt mál að ræða, og ef til vill er hægt
að finna þessu einhverjar málsbætur. Mjer hefur dott-
ið í hug, að ein ástæðan til þessa máttleysis fólksins
gagnvart erlendum áhrifum, ætti rót sína að rekja til
þess, að fortíðarmenning vor er vaxin upp að heita má
mótstöðulaust. Einangrun landsins og samgönguleysi
olli því, að um veruleg og sterk erlend áhrif gat ekki
6*