Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 140
138
Hlín
þess, að jeg lærði að taka myndir og meira til, jeg lærði
að lesa dönsku, mjer til nota og ánægju. Það var líka
bókunum að þakka, að jeg gat búið mjér til skugga-
myndavjel og tilheyrandi karbid-ljósaáhöld, áður en
jeg sá þau tæki, nema á verðlistamyndum. Og þó jeg
væri 15 ár (auðvitað í hjáverkum) að koma þessum
tækjum i það horf, sem þau hafa nú, til þess að geta
notað þau opinberlega, mjex og öðrum til gagns og á-
nægju, þá átti jeg þar margar ógleymanlegar ánægju-
stundir, þegar jeg var, með leiðbeining bókanna, að
þreifa mig áfram og gera tilraunir, sem margar mis-
tókust í fyrstu, en gengu betur, þegar jeg reyndi
aftur.*
Það var talsvert sem jeg keypti af bókum á lausa-
menskuárum mínum, bæði sögur og annað; sögurnar
vildu allir lesa, og hefi jeg því oft lánað þær, sumar
þeirra hafa þá varla verið þekkjanlegar, þegar þær
komu aftur, en sumar hafa alls ekki komið aftur.
Jeg get ekki stilt mig um að nefna hjer lítið atvik,
sem mjer verður lengi minnisstætt: Fyrir nokkrum
árum kom hjer gestur, og bað konuna mína að lána
sjer einhverja sögubók til að lesa. Konan var í önnum,
og vísaði, gestinum á bókaskápinn. Mjer varð gengið
um í þeim svifum, að gesturinn var að leita í skápn-
um að einhverju, sem helst væri lesandi, jeg stansaði
litla stund og horfði með undrun og gremju á aðfar-
irnar, en gat ekkert sagt. Það fyrsta sem mjer datt í
hug, var — hæna á sorphaug, — og mynd þessi varð
* Jeg vil geta hjer um eina bók, sem mjer hefir oft komið vei
að grípa til, og margir mundu geta haft not af. Hún heitir:
»Haandværk i Hjemmet«. En række Vejledninger i Forar-
bejdelse og Reparationer af Brugsgenstande af flere Forfat-
tere »Frem«. Gyldendalske Boghandel. Nordisk forlag 1906.
I