Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 36
34
Hlín
með ofsafengnum hraða, sem brýtur niður, heldur með
vorblæ mannúðarinnar, sem leitast við að sveipa skýj-
um frá því hádegi hjartans, sem til himnanna nær. —
Allir sannir íslendingar, sem vorhug eiga í sál sinni,
óska þess, að umbótastarfsemin í okkar fámenna þjóð-
fjelagi komi eins og sólbráð vorsins, að klakaspor hat-
urs og sundrungar hverfi, en í þeirra stað birtist gróð-
urríkt og gott sumar, sem breiðir blómskrúð sitt yfir
gömul ör vetrarkuldans.
Sigurlína Sigtryggsdóttir,
. Æsustöðum í Eyjafirði.
Fjallagrös.
Jeg minnist þess ekki að hafa sjeð ritað um -grasa-
tekju eða lifnaðarhætti manna og tjaldlíf á grasafjalli.
En það gæti orðið fróðlegur og athyglisverður þáttur í
menningar- og búnaðarsögu íslendinga.
Jeg minnist þess frá æskuárum mínum, hve það
hreif huga minn að heyra gamlar konur lýsa heiðar-
verum sínum, þó stundum mætti heyra, að það var hin
mesta þrekraun að mæta kulda og snjóum í vorhret-
unum, og dróg eftir sjer viðburði, sem nú munu
gleymdir og grafnir með þeirri kynslóð, sem oft átti
líf sitt að þakka íslensku fjallagrösunum í harðindum.
á vorin. Kannast nokkur af yngri kynslóðinni við orð-
ið grasalím? Það var búið til úr vatni og grösum og
notað þegar skorti kornmat og mjólk, því fyrir kom
það, að kýr þornuðu fyrir heyskort á vorin. —■ Kona,
sem jeg þekki (nú nærri áttræð), sagði mjer, að hún
hefði gengið til grasa með húsmóður sinni á Góu í
góðri veðráttu. — Gamall maður sagði mjer, að hann
hefði verið sendur að leita að ám fram til heiða og kom
á bæ, þar sem ung hjón voru að byrja búskap. Þau
gátu engu bugað að honum til hressingar fyr en kom-