Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 154
152
Hlín
upp alment, en aðeins tvær konur hafa notað hana að
undanförnu. — G.
Úr Ámessýshc er skrifað á útmánu&um 1929:
Tvisturinn sá sem jeg fjekk frá Heimilisiðnaðarfje-
laginu í fyrra þótti mjer ágætur, hef jeg látið vefa úr
honum bæði í milliskyrtur og sængurver, hann tekur
að mínu áliti langt "fram tvisti, sem vanalega fæst í
verslunum. Einfaldi tvisturinn þykir mjer líka ágætur,
sængurverin eru svo áþekk ljerefti, nema hvað jeg
hugsa að þau verði endingarbetri. — Jeg býst við, að
að jeg panti tvist hjá Heimilisiðnaðarfjelaginu fyrir
næsta vetur, ef jeg get látið vefa eitthvað.... Við höfð-
um ofurlitla sýningu hjer í sveitinni síðasaliðið vor og
höfum í hyggju að hafa aðra á næsta vori, svo hefur
líka komið til orða að stofna kvenfjelag, hvernig sem
framkvæmdirnar verða nú með þetta. J. B.
Af Amturlandi er skrifað: — Heimilisiðnaðarnefnd-
in nýkosna ætlar að koma saman núna á næstunni, og
bollaleggjum við þá hvað við eigum að gera. — Jeg
hugsa að nefndirnar verði að fá viss heimili, sem þær
þekkja, hver í sinni sveit til að vinna ákveðna muni.
Einn sýningamefndarmaðunnn í smáþorpi hjer á
landi skrifar vorið 1928: — Hvort nokkur sýning verð-
ur hjer í vor veit jeg ekki, en við skiftum húsunum á
milli okkar og gengum í hvert hús, en oftast kom sama
svarið: »Jeg get ekkert látið á sýningu, hvað ætli jeg
geti látið ?« Svo hjelt jeg þrumandi ræðu allstaðar þar
sem jeg kom, svo endirinn var hj,á flestum: »Jeg læt
eitthvað«. — Nú fyrir nokkru skrifaði jeg auglýsing-
ar, þar sem fólk var beðið að koma munum sínum til
einhvers af okkur undirrituðum fyrir miðjan júní. Ef
eitthvað kemur, verður það sjálfsagt fjarska einhliða.
því sannleikurinn er, að fólkið kann ekkert að vinna,
eins og jeg hef oft sagt. En þó svo skyldi fara að ekk-