Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 146
Í44 Hlín
»Hlín«, og lofar henni að segja öðrum. En sagan er
svona:
Jeg varð var við það, að duggönd fór að verpa á lít-
illi grastó, fast við vatnið, vestan í kálgarðsveggnum.
Hjer um bil 10 metra sunnan við hreiðrið er bryggja,
og þar daglegur umgangur með bát, þvotta o. fl., en
öndin hjelt áfram að verpa þar til 8 egg voru komin,
þá sá jeg að hún vildi fara að leggjast á, tók jeg þá
helminginn af eggjum hennar, en lánaði henni jafn-
mörg hænuegg, og sást ekki annað en að hún gerði sig
ánægða með skiftin. Hún var gæf og hreyfði sig ekki
af eggjunum, þó umgangur og skrölt væri við bryggj-
una, og vel mátti horfa á hana í hreiðrinu úr faðms
fjarlægð. En einu sinni á dag skrapp hún um stund
fram á vatnið, til að fá sjer bað og næringu, og breiddi
þá vandlega dún oían á eggin á meðan. Svo liðu 20
dagar. Á þeim 21. vissi jeg að hænuungarnir mundu
koma, svo jeg varð að hafa vakandi auga á öllu. Öndin
var farin að sitja svo fast á, að vel mátti strjúka hana
og þreifa undir væginn. Um miðjan dag kom gulur
kollur upp með vængnum, og litlu seinna 2. og 3., voru
þeir orðnir þurrir og sprækir og vildu auðsjáanlega
fara að skoða sig um í veröldinni. Öndin skifti sjér
ekkert af þeim, en lofaði þeim að brölta eftir vild, hún
vissi að eitthvað var ókomið enn, og að nú reið lí'fið
á að liggja róleg, og það gerði hún dyggilega í 5 daga
enn, þá komu hennar eigin ungar, sem hún fylgdi
strax út á vatnið með kurri og móðurlegri umhyggju,
en hina óeirðarseggina tók jeg strax frá henni og setti
þá í lítinn kassa með hreiðurdún og bar þá inn í bað-
stofu, þar gaf jeg þeim smámulið hveitibrauð og harð-
soðin egg, þeir voru fljótir að læra átið, þegar jeg
pikkaði með fingrinum ofan í matinn, þá komu þeir
allir og gerðu eins með nefinu, og eins þurfti jeg að
sýna þeim vatnið, en ekki þurfti að kenna þeim að