Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 15
Hlín
13
Kvenfjelagið »Samhygð« í Hrísey.
Hinn 16. mars 1919 boðaði húsfrú Jórunn Jóhanns-
dóttir í Hrísey til fundar og kvaddi þar til flestar kon-
ur eyjarinnar. Á þeim fundi var kvenfjelagið »Sam-
hygð« stofnað með 28 fjelagskonum. Markmið fjelags-
ins var fyrst og fremst að auka samvinnu og samúð á
fjelagssvæðinu. — Á fundi fjelagsins 7. sept. sama ár,
var því fyrst hreyft að gerður yrði hjer grafreitur í
eyjunni, og árið 1922 var veitt leyfi til að gerður væri
hjer grafreitur, þó með því skilyrði, að reist yrði hjer
kirkja eða bænahús. Á þessum tíma hafði fjelagið safn-
að fje, sem það lagði til kirkjugarðsins, um lh'. 400.00.
— Frá þeim tíma beitti fjelagið sjer fyrir fjársöfnun
með skemtunum og frjálsum samskotum meðal eyjar-
manna, í því augnamiði, að hægt yrði að koma upp
kirkju. Og sumarið 1927 var byrjað að byggja kirkj-
una. — Alt í alt hefir fjelagið lagt um 8000.00 krónur
til kirkjunnar. — Á þeim 10 árum, er fjelagið hefir
starfað, hefir það gefið til fátækra um kr. 700.00. Árs-
tillag fjelaga var, til að byrja með, kr. 1.50 en síðar
lækkað ofan í kr. 1.00. — Framvegis mun fjelagið
vinna að því sama að leggja fram fje til Hríseyjar-
kirkju, meðan hún er í fjárþröng.
Kvenfjelagið »Hringurinn« í Stykkishólmi
var stofnað 17. febrúar 1907 af nokkrum konum í
Stykkishólmi. Samkvæmt lö'gum fjelagsins er mark-
mið þess að safna fje til hjálpar berklaveikum, fátæk-
um sjúklingum í Stykkishólmshreppi. Meðlimir fje-
lagsins eru nú 135 og greiðir hver 1 krónu í árstillag.
Síðan fjelagið tók til starfa, hefir það styrkt sjúklinga