Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 45
)
Hlín 43
athugað sem skyldi að halda búrinu vel köldu, og það
oft haft í of nánu sambandi við eldhúsið.
Á síðari árum eru hin svokölluðu borðstofueldhús
farin að tíðkast hjer á lándi, þar sem nokkur hluti
eldhússins er útbúin sem borðstofa. Þau virðast vera
mjög þægileg fyrir smærri heimili, alt að 10 manns,
en það þarf að útbúa þau þannig frá byrjun, og hús-
móðirin verður að hága svo til við eldhússtörfin, að
reykur og sterkja sje ekki til óþæginda fyrir borðgest-
ina. í borðstofuéldhúsum er sjerstaklega gott að hafa
plötueldavjel (þar sem soðið er í flatbotnuðum ílátum
ofan á. eldavjelinni). — Loftræsting þarf að vera góð
og snyrtileg umgengni í eldhúsunum, þá mun flestum
þykja notalegt að koma í hlý eldhúsin til að borða.
Þar sem sjerstök borðstofa er höfð við hliðinæá eld-
húsinu, er oft heppilegt að útbúa op á vegginn og
rjetta matinn þar inn um, en leirtauaskápur ætti að
vera í skilrúminu á milli herbergjanna. Getur leirtau-
ið þá gengið frá uppþvottaborðinu í eldhúsinu í skáp-
inn þeim megin, og svo úr honum borðstofumegin á
matborðið, en þaðan til baka um opið í uppþvottinn.
Það er þægilegt að hafa þvottahúsið við hliðina á
eldhúsinu, og gera það svo úr garði, að þar megi fram-
kvæma allskonar þvott og ræstingu. Á alllflestum
heimilum er það sama manneskjan, sem annast störfin
bæði í eldhúsi og þvottahúsi, og reka þau sig því ekki
á. — Þarna er þvotturinn þveginn og keflaður, þveg-
in sokkaplögg, hreinsaður fiskur og lagður í bleyti —
og síðast en ekki síst er þvottahúsið notað fyrir bað-
hús. Af því menn baða sig'vanalega eftir vinnutíma,
þarf þetta ekkert að reka sig á daglegu störfin. Þarna
er þvottapotturinn til að hita í baðvatnið og þægilegt
að ná til vatns- og skólpleiðslu. I baðkerinu er fyrir-
taks gott að skola þvott, og það tekur lítið rúm, ef því
er komið fyrir í bekknum, Það kostar ekki nema