Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 21
Hlín
Í9
6. Fjörefnin — A B og C Vitamin. —
I vanalegri fæðu eru öll þessi efni, ef matarráð eru
góð, og rjett er með fæðuna farið. En það er nauðsyn-
legt, að hlutföllin á milli þessara efna sjeu nokkurn-
veginn rjett. — Um hitaeiningamar og hlutföll þeirra
í köfnunarefnissamböndunum — fitu- og sykurefnun-
um — má lesa í bók Jóninnu og víðar. Geta má þess,
að t. d. kalk og magnesia eiga að vera í hlutfallinu 6:1,
kali og natri 3:1. Vanti kalk er krít eðlilegasta meðal-
ið, en vanti járn, er grænmeti hollast, og af því er
spínat járnauðugast. Sje lifað á einhæfri jurtafæðu,
verður of lítið af natri, en það fæst í matarsaltinu, og
því er áríðandi að salta vel mjölmat, grænmeti og kart-
öflur.
Hingað til hefir næringargildi fæðunnar verið mið-
að við hitaeiningarnar, en Dr. König talar einnig um
saðningargildi hennar. Það hefir verið álitið, að verka-
fólki væri nauðsynlegur undirstöðugóður matur, þar
er grænmeti, baunir, mjölmatur, kartöfiur og sykur í
fremstu röð. Ljettmeti er aftur nefnt það, sem fljót-
melt er — t. d. linsoðin egg, nýr fiskur og kjöt, ávext-
ir, mjólk o. fl.
Notwgildi fæðunnar fer eftir því, hve mikill úrgang-
urinn verður við meltinguna. — Úr dýraríkinu gefa
minstan úrgang: mjólk, ostur, egg og kjöt, úr jurta-
ríkinu: hveitibrauð, hrísgrjón, stangagrjón (makka-
roni), bjúgaldin, hnetur og möndlur. Fita og hrá egg
gefa engan úrgang er teljandi sje. En gagnstætt þessu
er hratið, sem mestan úrgang gefur, og er einmitt sett
í fæðuna til þess að fylla iðrin. — Það má því segja,
að jurtafæðan gefi meiri úrgang en dýrafæðan yfir-
leitt, og ætti því hratið að henta best með henni.
Heilnæmi fæðunnar er aðallega miðað við það,
hvernig hún reynist til vaxtar, þrifa og viðhalds lík-
2*