Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 96
94 . HÍín
þau afar mörg. Skamt frá aðaltjaldinu var reistur
ræðustóll, og út frá honum til beggja handa voru sett
á háar stangir merki ýmsra þjóða.
Við ferðafólkið að norðan vorum tvo daga um kyrt
í Reykjavík á eftir hátíðinni, til að skoða okkur um og ‘
heimsækja vini og kunningja í bænum. 5. ágúst lögðum
við af stað norður aftur og ætluðum að vera á Þing-
vallahátíðinni. Með okkur á hátíðina fóru þær Kristín
systir mín og vinkona hennar,'Þórdís Jensdóttir (rek-
tors).
Þjóökátíðin á Þingvölhmi. Þegar við komum á Þing-
völl, var fjöldi fólks kominn þar, og bættist ahaf við
fleira og fleira víðsvegar að af landinu. Einnig var ,
margt manna frá öðrum löndum, fræðimenn, vísinda-
menn og sendimenn frá ýmsum þjóðum, til þess að
samfagna okkur með þessa merku minningarhátíð
vora.
Þar hittust frændur og vinir, sem ekki höfðu sjest
í tugi ára, og ræddu með sjer einkamál sín, landsmál
og alt útlit. Hrifningin var mikil, og eftirvæntingin
um bjartari tíma framundan fyrir blessnð landið okkar
og þjóðina. Foringinn mikli og ágæti var nálægur í
anda, en nú var hann í Kaupmannahöfn og hélt þjóð-
hátíð með Löndum þar.
Þjóðvinafjelagið stóð að öllu leyti fyrir hátíðinni á
Þingvöllum, og á undan og jafnhliða henni hjelt það
allsherjar þjóðfund með kosnum fulltrúum af öllu
landinu, til þess að ræða ýms mikilsvarðandi mál.
Fimtudaginn 6. ágúst setti Jón Sigurðsson, alþingis-
maður á Gautlöndum, hátíðina,' gat um tilefni hennar,
konungskomuna og stjómarbótina, er feldi í sjer bæði
fjárráð og löggjafarvald Alþingi til handa o. fl. Þegar
hann hafði lokið máli sínu, tóku til máls sendimenn
frá öðrum löndum og fluttu kveðjur og ávarp frá fje-
lögum og háskólum. Síra Þorvaldur Bjarnarson, síðast