Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 106
104
Hlln
fyrir þann ófögnuð, að nemendur spilli heilsu sinni
með illum og ónógum fatnaði. Kennararnir þurfa að
ganga á undan með góðu eftirdæmi. Og á hinn bóginn
er mikils um það vert, að börn og ungmenni sjeu látin
búa til föt og piögg utan á sig í skólunum, sterk, hlý
og með skynsamlegu lagi. — Ef allir barnakennarar
laridsins t.'d. ljetu sig miklu skifta þetta klæðnaðar-
mál, þá mundi mikið vinnast, því smekkurinn sá sem
kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Þar vinna þeir
líka í fullu samræmi við öll heimili landsins, sem er
þetta klæðnaðarfargan mikið áhyggjuefni.
Það hefir sýnt sig, að skólarnir, bæði barnaskólarn-
ir og skólar fullorðinna manna geta haft mikil á-
hrif um skynsamlegan og hagfeldan klæðnað, þar sem
þeir hafa viljað beita áhrifum sínum, mætti nefna
dæmi því til sönnunar t. d. Blönduósskólann.
Ekki trúi jeg öðru, en að börn t. d., sem vanist hafa
á að skiftaskómískólatíðsinni,svofæturnir sjeu jafnan
þurrir og hlýir, haldi þeirri reglu, þegar fram í sækir.
ólíklegt er það, að stúlkur taki upp aftur skjóllausu,
ermálausu náttkjólana, sem tíðkast hafa, þegar þær í
skólunum hafa búið sjer til náttföt úr hlýju og góðu
efni, hafa fengið snið af þeim og eru hvattar til að
nota þau.
Klæðnaður og ferðalög. — Hvergi er jafn-átakanleg
þörf á góðum og hagfeldum klæðnaði og á ferðalögum,
en aldrei klæða menn sig alment jafn-barnalega
heimskulega hjer á landi eins og einmitt þar. — fs-
lendingar ferðast mikið, bæði á sjó og landi, svo þeir
þyrftu að kunna að búa sig í ferðalög, og fáir eða eng-
iy eru það, sem ekki geta klaitt sig skjóllega, ef þeir
vilja.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að margir
sjúkdómar eiga rót sína að rekja að innkulsi: brjóst-
veiki, magaveiki og gigt, meðal annars, svo maður