Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 156
154
Hlín
Af AusturlcumM er skrifað á útmánuðmn 1929: —
Þjer óskið eftir að fá að heyra um gerðir sýningar-
nefndarinnar 1930 hjer í hreppnum. — Við höfðum
sýningu í vor sem leið, þar voru sýndir 157 munir, var
það beeði karla og kvenna vinna. Þykir yður það ekki
allgott af 18 heimilum sem eru í hreppnum. — Úr
þessu voru valdir nokkrir munir, sem eiga að sendast
á sýslusýninguna á Eiðum að vori. — Svo er meining-
in að reyna að bæta við í vetur. M. G.
Sveitasmiður skrifar: Altaf er nóg til að gera við
smíðar og ýmsar viðgerðir á gömlum hlutum, en það
er nú ekki mjög arðsöm atvinna, og leiðist mjer oft að
eyða mjög löngum tíma við hluti, sem eru í raun og
veru alveg útslitnir og ónýtir, eins og margt emaljerað
drasl, sem orðið er margsprengt, götótt og kolryðgað,
og þó koma menn langar leiðar með þetta og fá mig til
að klessa bótum fyrir götin og nota svo þessi þrifalegu
ílát undir mat eða kaffi. Jeg vil nú segja, að gömlu
trjeaskarnir hafi verið hreinlegri fyrir mat en þessir
lyðflekkóttu dallar, þó þeir væru einu sinni glansandi
búðarvarningur og sje útlendur iðnaður, þá er sá gljái
æði svikull. — Hjer í sveit voru til skamms tíma not-
aðir litlir trjebalar með eyrum til að þvo sjer úr um
andlit og hendur, nú eru emaijeruðu þvottaskálarnar
búnar að útrýma bölunum, þótt þær sjeu miklu ending-
arverri. Balar endast með góðri meðferð heilan manns-
aldur.
Úr Skaftafellssýshi er skrifað: — Við erum búnar
að vinna sportsokka eins og sýnishornið, sem þú sendir
okkur (þrinnað saman hvítt og mórautt). Eru þeir alt
eins fallegir og úr garni. — Það var af æðimörgu tæi,
sem mætti vinna fallegt úr ullinni okkar, sem ekki
stæði að baki því sem inn er flutt af útlendu glysi, 'en
væri hollara fyrir heilsu og efnahag.