Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 93
Hlln
91
bæjarins og býr hjer með dætrum sínum. Hún er nú
á 97. ári, hefur fótaferð og góða heilsu, gengur um og
situr með gestum sínum við kaffiborðið, fylgist með í
öllu og þekkir fólk, þótt langt líði á milli að hún sjái
það, sjónin er góð, en heyrnin farin að bila, sem ekki
er undur. Nú eru liðin 55 ár síðan þessi kona tók á
móti okkur 5 í hóp, eftir fjögra daga ferð norðan úr
Skagafirði, þá var sælt að fá aðrar eins viðtökur og
við fengum, og áð hvíla sig í vel upp búnum rúmutíi.
Þreytan leið fljótt úr okkur, sem yngri vorum, en það
hefði ekki verið óeðlilegt þó að blessuð móðir mín hefði
vei’ið þreytt, eins og hún var óvön ferðalögum og far-
in að þreytast, en hún var ekki vön að kvarta, og allir
báru sig vel að morgni yfir að eiga að fara fram í
Reykjavík og vera þar á þjóðhátíðinni, þó okkur hefði
verið kærast að geta verið um kyrt eina dagsstund hjá
frændfólkinu. í Viðey hittum við Kristínu næst elstu
systur mína og hafði hún farið þangað árinu áður. Þar
var líka Kristín hálfsystir móður minnar, ekkja síra
Jóhanns Björnssonar prests að Kírkjubæ á Rangár-
völlum. Hjá henni lærði Kristín systir mín gamla flos-
ið. Seinna setti hún upp flos í lár fyrir Forngripasafn-
ið og flosaði dálítið sýnishorn, og er floslárinn til sýnis
á safninu.
Hólmfríður Gísladóttir, síðar forstöðukona Hús-
stjórnarskólans í Reykjavík, var líka í Viðey hjá móð-
ursystur sinni, og hafði hún farið til hennar, þegar
faðir hennar, síra Gísli á Reynivöllum, dó. Systir síra
Gísla var Ingibjörg, móðir Vilhjálms Stefánssonar
norðurfara. Þegar hann kom hingað til fslands fyrir
nokkrum árum, var hann til heimilis hjá Hólmfríði
Gísladóttur í Husstjórnarskólanum, sagði hún þá
stundum við stúlkurnar sínar, hvað það væri skrít-
ið, að sjer sýndist þessi Vilhjálmur svo svipaður
bræðrum sínum, en hafði þá ekki hugmynd um, að