Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 131
129
Hlín
Brot úr ferðasögu.
Síðastliðið sumar fór jeg frá Reykjavík með »Suð-
urlandi« til Borgarness. Fjöldi fólks var með skipinu.
Veður var gott, er lagt var af stað, en eftir nokkra
stund tók að hvessa, svo stöku maður kendi sjóveiki.
Tók jeg sjerstaklega eftir hofðinglegri konu, roskinni,
er varð mjög veik. Hennar vitjaði hvað eftir annað
ungur maður, sem auðsjáanlega ljet sjer mjög ant um
hana. Einu sinni, er hann kemur til að hagræða kon-
unni, spyr hann hana hvort hún haldi ekki betra fyrir
sig að koma út á þilfar. Veður var svalt, svo jeg leyfði
mjer að láta í ljós> að óvarlegt myndi fyrir konuna að
fara út, skyldi hún heldur reyna að byrgja sig niður
og sofna, ef unt væri. Pilturinn fjelst á þetta, og kon-
an kaus helst að vera hreyfingarlaus. Hann hlúði síð-
an að henni sem best, og hún sofnaði vært eftir
skamma stund. — Mjer fanst svo mikið til um nær-
gætni og samúð þessa unga manns, að mig langaði til
að vita hver hann væri og hvernig tengdur konunni.
Nokkru áður en komið var til Borgarness lygndi alveg,
svo sjór varð kyr og sljettur. Vaknaði þá konari og
var allhress. Beið jeg nú ekki boðanna að grenslast
um hagi hennar. Tók hún því ljúflega. Kvaðst hún eiga
heima í Reykjavík, en vera fædd og uppalin í Skafta-
fellssýslu. Hafði hún giftst ung, en orðið fyrir þeirri
þungu raun að missa manninn frá 8 börnum. Bjó hún
með þeim um 10 ára skeið, og hugsaði um það eitt að
sjá þeim farborða, og það tókst með Guðs hjálp. —
»Þá vildi svo til«, segir konan, »að vinkona mín veikt-
ist og náði.ekki heilsu aftur. Hún átti 2 unga syni.
Skömmu áður en hún ljest, óskaði hún þess, að jeg
tæki litlu drengina á heimili mitt. Þetta fanst mjer í
9