Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 72
70
Hlín
og aðrir þeir sem hlut áttu að máli, greiddu kostnaðinn
að %, en Búnaðarfjelag íslands að /3.
Síðastliðið vor var mikil eftirspurn eftir garðyrkju-
konum, og ekki líkt því hægt að fullnægja þörfinni,
enda mjög erfitt að fá vel mentar garðyrkjukonur.
Það eru svo fáir sem leggja sig eftir því námi, því
miður, enda er garðyrkjan óvíða kend hjer á landi,
en íslensk þarf mentunin helst að vera.
Með styrk frá nefndinni starfa sumarið 1929 garð-
yrkjukonur á þessum stöðum: í Rangárvallasýslu, N,-
ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu. — Ennfremur
hefur nefndin ráðið garðyrkjukonur fyrir Jarðyrkju-
fjelag Reykjavíkur og Árnessýslu, og hefur haft nokk-
ur afskifti af starfi þeirra. \
Sem betur fer er það komið 1 ljós, að menn vilja
hafa umferðarsvæðin minni, og í öðru lagi: þau sýslu-
fjelög, sem hafa haft garðyrkjukonur vilja ekki missa
þær.
Starfið er aðallega vakningarstarf, og það virðist
bera góðan árangur. — Ef almenningur fær áhuga
fyrir starfinu, miðar því ótvírætt áfram. — Garð-
yrkjukonur kvarta sáran um, að undirbúningur sje ó-
fullkominn þar sem þær eiga að starfa, en nú sam-
þykkja kvennasamböndin hvert af öðru að fela kven-
fjelögunum að taka sig af garðyrkjukonunum, undir-
búa vel starf þeirra og búa þeim ferðaáætlun, það ætti
að bæta úr skák.
Það væri mikils um vert að hafa dálitla garðyrkju-
miðstöð í hverjum hreppi, þar sem fá mætti fræ,
plöntur og leiðbeiningar. Úr trjáræktarstöðvum ríkis-
ins ættu að fást algengar trjáplöntur ókeypis til um-
ferðarkenslunnar.
H. B.