Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 112
110
Hlín
íslenskan búning heima við, þá geta þær það áreiðan-
lega. — Við megum ómögulega líta svo á, að alt sje
fullgott heima.
Það væri óskandi, að íslenskar konur væru dálítið
sjálfstæðari í þessu búningsmáli, en þær eru alment.
Það er leiðinlegt að sjá konur sitja inni hjá kunningja-
konum sínum tímunum saman með hattinn á, höfðinu,
keyrðan ofan í augabrýr og niður í hnakkagróf. Þetta
er e. t. v. siður á erlendum kaffihúsum, og þá er sjálf-
sagt að fylgja því — þó óþægilegt sje. — Ekki vantar
sjájfstæðið! — Eða slegnu sjölin, sem ekki má með
nokkru móti taka af sjer, varla losa um, á samkom-
um, í kirkjum eða á götum úti, hve heitt sem er.
Kvenfólkið er brjóstumkennanlegt, þegar það er að
kvasast í hita með þykku sjölin sín, en mest fyrir ó-
sjálfstæðið, að þora ekki, í svo sjálfsögðu og lítilfjör-
legu atriði, að brjóta í bág við venjuna.
Íslensjía búningi kvenfólksins er fundið það til for-
áttu meðal annars, að hann sje óhæfur í illviðrum —
og hafa sumir e. t. v. lagt hann niður þessvegna. —
Kollhetturnar eru ljótar og óþægilegar, satt er það. En
væri það nokkur goðgá að nota úlpu með háum kraga
og skinnhúfu í hríðarveðrum, en regnkápu og regnhatt
í úrkomum? Jeg sje ekki að það sje frágangssök.
Niðurlagsorð:
Við íslendingar ættum í þessu klæðnaðarmáli sem
öðru að viðhalda þeim hollu og góðu venjum, sem þús-
und ára reynsla hefur staðfest, hún hlýtur að hafa við
nokkuð að styðjast. — Við verðum að læra að meta það
sem landið getur veitt okkur, og þykja sómi að því að
nota það. Gera efnin sem best úr garði, svo þau geti
sómt sjer á öllum og allstaðar, þá er hin íslenska vara,
fyrir okkur fslendinga, allri annari'vöru betri.
Miðaldra kona, uppalin í Dalasýslu, sagði mjer ný-
lega, að í hennar uppvexti hefði það þótt mikil mink-