Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 118
116
tílin
Jeg las fyrir skömmu ræða eftir síra Þorstein Briem.
Þar segir hann meðal annars á. þessa leið:* »í hinum
apokrýphisku ritum Nýjatestamentisins er sagt frá
því, að Jesús gekk fram hjá manni á akrinum og sagði
við hann: »Ef þú veist það, maður, hvað þú ert að
gera, þá ertu blessaður, en ef þú veist það ekki, þá
ertu bölvaður.« — Þetta skil jeg þannig: Ef þú veist
það maður, að þú ert að gera gott og vinna nytsamt
verk, að þú ert að vegsama guð með iðju þinni og að-
stoða hann, þá ertu blessaður, þá ertu hamingjusamur,
sæll, því að vinnan veitir þjer þá gleði og ánægju,
jafnframt því, að hún er til blessunar og heilla þjóð-
fjelaginu. En vitirðu það ekki ertu vansæll.
Og þið bændur og búalið, sem oft eigið annríka og
hvíldarlitla daga. Verið ykkur þess meðvitandi, hve
gott og göfugt verk þið eruð að vinna. Jarðyrkja ykkar
er samstarf við sjálfan skaparann og hann hefir vel-
þóknun á því. En gleymið aldrei að það er hann, sem
ávöxtinn gefur.
Blessun hans fylgi starfi ykkar!
H. G.
Samúð.
Tileinfcaö »Hlín« af austfirskri konu.
Margskonar tilbreytni í mannlegri sambúð,
mjög oft oss gleður, en stundum vill þjá,
samúð og anduð og ástúð og ljóðúð
ólíka strengi í brjóstunum slá.
Hjer eru teknar fram ýmsar mann 1 egar ,tilfinningar,
Tilfært hjer eftir minni mínu.
H. G.