Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 91
Hlín
89
hvíldum við okkur ágætlega. Næsta dag fórum við
seint á stað, og fylgdu þau hjónin okkur fram í miðj-
an Vatnsdal í besta veðri, þá skildu leiðir, þau fóru
heim til sín, en við hjeldum að Skútaeyrum, nyrst á
Grímstunguheiði. Þar tjölduðum við í fallegum gras-
hvammi og leið vel þessa fyrstu nótt í tjaldinu okkar.
Með sólaruppkomu var lagt af stað, og segir ekki af
ferðum okkar fyr en við komum, að Kalmanstungu, þar
hvíldum við, áðum hestum okkar og fengum mjólk að
drekka. Þá bjuggu þar Stefán ólafsson og kona hans
Ólöf Magnúsdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu, mestu
dugnaðar- og sæmdarhjón. Stefán var þriðji maður
í beinan karllegg frá ólafi stiftamtmanni, er fyrstur
tók sjer ættarnafnið Stephensen.
Um kvöldið hjeldum við í Húsafellsskóg og komum
þangað nokkru fyrir náttmál. Veður var hið besta,
logn og blíða, og angaði ilmurinn upp úr jörðinni.
Tjaldstaður var valinn á sljettum grundum, við Skag-
firðingagötur, sem eru nokkru nær Húsafelli en aðal-
vegurinn. Þá var sprett af hestum og búist um sem
best, nesti tekið upp úr koffortum og farið að snæða
kveldverð. Þá sjáum við skamt fyrir neðan okkur
dreng með stóran kúahóp, og gátum við þess til, eins
og líka var, að hann væri frá Húsafelli. Jeg var strax
send í veg fyrir piltinn með kaffiketilinn, til að fá
mjólk í hann og gekk það greiðlega. Drengurinn hjelt
á reiptaglsspotta í hendinni, og fjekk jeg hann til að
hefta kúna með. Allar voru kýrnar fallegar, og þessi,
sem drengurinn Ijet mig mjólka, var vænsti gripur,
rauðhjálmótt á litinn. Þegar fullur var ketillinn, fór
jeg upp grundina heim að tjaldinu og drengurinn með
mjer. Faðir minn sagði honum hver við værum og
hvaðan við kæmum, og spurði hann um heiti og hverra
manna hann væri. Drengurinn skýrði vel frá öllu, og
Kvaðst heita Kristleifur, og vera sonur hjónanna á