Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 101
Hlln
99
trje, taka úr fötunum bletti, hreinsa þau og pressa við
og við. Þá geta föt úr góðu efni orðið sem ný. — Jeg
þekti einu sinni konu, sem fór mjög vel með fötin sín,
en eignaðist sjaldan nýtt. Vinkonur hennar sögðu
stundum: »Þarna ertu þá komin með nýja svuntu, Guð-
rún mín«, en hún hafði þá verið sparisvuntan hennar
árum saman. — Það er sparnaður að eiga góð hlífðar-
föt og nota þau við óþrifaleg verk, og spara þannig
betri fötin. Það er gaman að sjá menn vel og hagan-
lega búna við hvaða verk sem er: í »síldargalla« við
síldarvinnu, við fiskvinnu vax- eða sloppklædda, með
trjeskó eða vatnsstígvjel og vaxsvuntur við þvott, á
blautum engjum eða við sláturstörf, með' strigas.vuntu
við gólfþvott og sjerstök hlífðarföt við fjósverk, mis-
litar milliskyrtur, í stað hinna hvítu, við erfiðisvinnu,
sloppsvuntur eða síða hlífðarfrakka við afgreiðslu í
búðum, verkamenn, málara og múrara í hlífðarfötum
við sín verk o. s. frv.
Svo sparsamar eru erléndu konurnar, margar hverj-
ar, að þær láta börnin fara í sjerstök föt, sem þau
mega slarka í úti, sparar það betri fötin, og líka er
það gott að þurfa ekki sífelt að vanda um við börnin,’
að þau útati sig ekki. — Víða er það siður, erlendis, og
e. t. v. hjer líka, að börnin fara úr skólafötum sínum
jafnskjótt og þau koma heim úr skólanum og fara í
önnur, sem þau eru í heima, hversdagslega.
Það er sparnaður að gera ekki fötin mjög óhrein,
svo að ekki þurfi að ganga nærri þeim í þvotti, það
slítur þeim óþarflega og spillir lit og.útliti, auk þess
er það ljótt og óþrifalegt að vera í mjög óhreinum föt-
um.
Það er sparnaður að nota ekki mjög mikið Ijerefts-
fatnað að vetrinum, eins og hjer hagar til víðast hvar
um örðugleika við þvotta, því óvíða eru þurkloft eða
7*