Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 104
102
Hlín
á fólkinu fyrir þessa heimsku. — Ekki von að vel fari,
þegar börnin eru strax látin taka þátt í þessu tísku
tildri, ganga með bera handleggi, hnje og leggi í kulda-
veðri o. s. frv.
Það fer hrollur um mann að sjá þetta blessað fólk,
krokulegt og grátt í gegn, síkvartandi um kulda. Engum
harðstjóra mundi líðast að leggja þessa kvöð á frjálsa
menn, en þeir ganga með þögn og þolinmæði undir ok
tískunnar, hve harðbrjósta sem hún er við pyngju
manna og heilsufar, og hve mikið sem hún misbýður
fegurðartilfinningu manna, því ekki er svo sem að alt
sje fagurt, sem hún býður, síður en svo.
Það er fádæma einfeldni að vinna það fyrir ein-
hverja. vitlausa tísku suður í heitum löndum að spilla
heilsu sinni og vellíðan með þessum klæðnaði, því ekki
getur manni liðið vel inni, auk heldur úti, nema í 20—
30 stiga hita, og er það eyðsla út af fyrir sig, sem af
klæðnaðinum leiðir, og óhollur er sá baðstofuhiti, og
ekki vel samræmanlegur við klæðnað karlmannanna.
Það er ólíku saman að jafna, fatnaði karla og kvenna,
frá heilbrigðislegu sjónarmiði: Að minsta kosti tvenn-
ar langar ermar, sokkar gyrtir í brækur, hátt í háls,
lágir hælar og skjólgott fa^aefni. — Islenski búning-
urinn, eins og hann er nú notaður, ljettur og liðugur,
en þó hlýr, samsvarar mjög klæðnaði karla, og hæfir
veðurlagi okkar. Og útlendi búningurinn fjæti gert
það líka, ef konur klæddu sig ekki eins og flón, en
notuðu skjólbetra efni, bæði í nærfatnað, sokka, kjóla
og kápur.
Það voru margir að óska og vona, að eftir heims-
styrjöldina kynni að koma upp einhver góður og hent-
ugur alþjóðakvenbúningur, eins og karlaklæðnaðurinn,
sá er nú tíðkast, hve hafa rutt sjer til rúms eftir
frönsku stjórnarbyltinguna. En svo varð þó ekki, því
miður. Konurnar skortir enn mikið á sjálfstæði og