Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 89
Hlín
87
Þetta varð til þess, að löngu áður en alment var farið
að brúa ár í öðrum hjeruðum landsins, voru Skagfirð-
ingar búnir að brúa margar ár hjá sjer. Þessi-Brúar-
sjóður varð mjög vinsæll og til mikillar nytsemdar
fyrir hjeraðið.
S'uðurferðin. Jeg veit að það muni mikið hafa stuðl-
að að suðurferð foreldra minna sumarið 1874, að móð-
ir mín hafði um mörg ár þráð að sjá móður sína,
ekkjufrú Kristínu Sverrisen, er hún ekki hafði sjeð,
síðan hún giftist frá henni súmarið 1845. Ferðin var
nú ákveðin, og Gunnlaugur, næstelsti bróðir minn, átti
að fara með þeim. Faðir minn hafði hann ávalt með
sjer eftir að hann komst upp, og varð hann snemma
hans önnur hönd í öllu, bæði við embættisverk og bú-
sýslu. Hann var mjög bráðþroska og hafði fjölhæfar
gáfur; þegar 12 ára gamall, skrifaði hann svo fagra
hönd að af bar. — Halldór bróðir minn var heima
þetta sumar og fór hann líka suður. Hann slepti engu
tækifæri að geta æft sig í að tala við útlendínga, enda
talaði hann svo vel ensku, að hann var fenginn til að
vera túlkur á skipi, er flutti vesturfara til Ameríku
1876. Þegar svona margir fóru að heiman, langaði mig
líka til að fara. Eldri systur mínar höfðu áður fengið
að fara suður, og margar aðrar ungar stúlkur, í Skaga-
firði voru búnar að fara, ýmist snögga ferð eða til
veru vetrartíma, og hefur því foreldrum mínum fund-
ist rjett að lofa mjer að fara, og svo varð. Jeg var ný-
komin af fermingaraldri, og átti því alt til nýtt, bæði
reiðtýgi, reiðföt (úr vaðmáli), peysuföt og annað.
Mjer var því ekkert að vanbúnaði að geta farið, nema
ef hest vantaði, þegar svona margir fóru. Gunnlaug-
ur bróðir minn lánaði mjer einn hest, og svo var mjer
útvegaður annar hjá Jóni Jónssyni á Hóli í Sæmund-
arhlíð. Hann var þá heima hjá foreldrum sínum, en
síðar varð hann stórbóndi og hreppstjóri á Hafsteins-