Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 82
80
Hlín
á því, hvað iðnaðinum hentar best og hagsmunum
fárra einstaklinga, en hefur aldrei tekið tillit til áhrifá
þessa fyrirkomulags á sál verkamannanna. Fyrir þeim
verður vinnan áþján og bölvun.
Annar flokkur manna, sem miklu er fámennari,
vinnur aldrei »ærlegt handtak«, heldur vinnur með
höíðinu. En mest af því stauti hlýtur að verða meira
og minna ófrjótt, af því það vantar verklegan grund-
völl.
Sami skarpi aðskilnaðurinn eins og í lífinu hefur átt
sjer stað í skólunum. Þar hefur líka verið greint milli
verklegs og bóklegs náms, til stórtjóns fyrir báða
parta. Um hina böklegu skólamentun og veilur hennar
hefur sennilega enginn skrifað betur en Stephan G.
Stephanson:
»En í skólum út um lönd
er sú mentun boðin:
Fátt er skeytt um hjarta og hönd
hausinn út er troðinn.«
' Jeg hef minst á þetta hjer af því jeg þykist sjá, að
ýmislegt í hinum nýrri skólastefnum sje í fullu sam-
ræmi við uppeldi það og mentun, sem íslensk alþýða
hefur verið alin upp við öldum saman. Er því líkt far-
ið þar, og á fleiri sviðum, að vjer höfum í seinni tíð
leitað langt yfir skamt að fyrirmyndum fyrir þjóðar-
uppeldið og alþýðufræðsluna. Vjer eigum fyrirmynd-
irnar í voru eigin þjóðlífi. Ef það er rjett, að íslensk
alþýðumenning standi framar alþýðumenningu annara
þjóða, eins og ýmislegt bendir til, liggur þá ekki nærri
að álykta, að ein orsök þess sje sú, að þjóðin hefur
aldrei klofnað í sundur í andvana vinnuþræla og verk-
vana bókþræla, heldur hefur verkvit og bókvit haldist
í hendur í lífi allrar þjóðarinnar frá öndverðu? —
Þarf ekki á annað að minna, en að ágætustu rithöf-