Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 49
Hlín
47
afkomendum Forn-Egypta, evu eignaðar þessar menj-
ar (1.—8. öld e. Kr.).
í Eddukvæðunum, Guðrúnar-kviðu II., er getið um
skrautvefnað og aðrar hannyrðir. Guðrún dvaldi í Dan-
mörku eftir dauða Sigurðar:
»Satk með Þóru, sjau misseri
dætr Hákonar í Danmörku,
hún mjer at gamni gollbókaði* '
sali suðræna ok svani danska.
Höfðum á skriptum** þats skatnar Ijeku
ok á hannyrðum, hilmis þegna
randir rauðar, rekka búna,
hjördrótt, hjálmdrótt,
hilmis fylgj,u«.
í sögu ólafs konungs helga" er svo sagt frá viðbúnaði
Ástu, móður konungs, er hún átti von á syni sínum í
heimsókn: »Hún lét konur taka búnað stofunnar og
búa skjótt með tjöldum ol^ um bekki«. (Heimskringla).
Af vefnaðarleifum á Norðurlöndum eru elstar og
merkastar þær, sem fundust fyrir nokkrum árum í
Noi;egi, í skipi Ásu drotningar, ósebergsskipi svo-
nefndu. Er það ætlun manna, að haugur drotningar
hafi verið orpinn um 840. Hafa þar geymst svo vel, að
undrum sætir, ýmsar menjar af vefnaði, trjeskurði,
bein- og málmsmíði, margt af þessu ber vott um mik-
inn hagleik og listasmekk, sjei'kennilegan og fagran.
— Um þettá.leyti byggist fsland. — Fornsögur okkar
bregða ósjaldan upp myndum af híbýlabúnaði og
vinnubrögðum landsmanna og klæðnaði karla og
kvenna á söguöldinni. Af þeim frásögum er það full-
ljóst, að íslendingar eru ekki eftirbátar frænda sinna
í Noregi um híbýlabúnað, glæsimensku og listasmekk.
* Gollbóka = sauma með gullþræði.
** Hafa á skriptum — myndavefnaður eða myndasaumur.