Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 37
Hlín
35
ið vai’ með mjólkina af stekknum. — Þetta hvort-
tveggja lýsir allsleysi, sem nú mun leitun á í sveitum
og við sjó..
Þær eru margvíslegar breytingarnar á búnaðarhátt-
um íslendinga síðustu 100 árin, og þá einnig í mataf-
hæfi, og eru ekki öll spor þar heppilega stigin. n— Víst
ættu kartöflur og annar garðmatur að koma í stað
fjallagrasa, en að hann sje jafn-h^lnæmur og þau, er
álitamál. Þau eru viðurkend sem læknislyf við ýmsum
meinsemdum: Brjóstveiki, magaveiki o. fl. og flutt út
í stórum stíl t. d. frá Noregi til Ameríku, eins og blá-
berin, sem íslendingar hagnýta sjer of lítið til búbæt-
is og heilsubótar.
Jeg*hafði sannar sagnir af því, að til voru kofar eða
smáhýsi á sumum bæjum, er fylt voru af fjallagrösum
á hverju vori. Nú mundi margur vilja spyrja: Hvernig
má þetta ske? Því geta þeir einir svarað, sem tekið
hafa þátt í þessum störfum, eða verið vikum saman,
vorlanga daga eða nætur á grasafjalli,' legið við tjald,
sem kallað var, og vitað að þar keptist hver við annan
að tína sem mest, sjer til lofs hjá húsbændunum, og
aðrir sýndu sjerstaka dygð í að tína hreint í pokann
sínn. — En hvenær á vorin byrjaði hinn svokallaði
heiðatími? Var það strax og snjóa leysti, eða ekki fyr
en eftir fráfærur? Hvað voru það mikil grös, sem
þóttu hæfilega þung eftir hvern mann a dag, viku eða
mánuði? Hvernig var allur útbúnaður í tjaldi, og fæði
þessa útilegufólks ? Var ekki skift um »útilegumenn«,
svo enginn væri lengur en tvær vikur, þó alls væri það
mánaðar útgerð frá hverjum bæ? Þetta eru spurning-
ar sem gaman væri að fá svarað, ef unt væri. — Það
eru til sagnir um, að jafnvel húsmæður lægju við tjald
og tíndu grös. Jeg hefi heyrt, að þær ólu börn sín þar
í tjöldunum, og lágu þar meðan börnin voru borin til
3*