Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 105
Hlín
103
andlegan þroska, sem von er, það sýnir þetta búnings-
mál.
Það er gaman að geta boðið kuldanum byrginn.
Okkur Islendingum er þörf á að vera harðir í horn að
taka, þar sem kuldinn er annars vegar. Við þurfum að
eiga skjólgóð hús, hlý föt og nærast á kjarngóðri fæðu.
Þetta alt leggur landið okkur upp í hendur. — Jeg held
að engin þjóð lítilsvirði að ósekju þau gæði, sem landið
hennar veitir. — Forsjónin hefur sjeð fjenaðinum í
landinu fyrir skjólfötum við hans hæfi, hjer norður
við fshaf, og eflaust hefir hún ætlað þau mannfólkinu
líka. — En það er áreiðanlega ekki langt frá að íslend-
ingar, margir hverjir, sjeu farnir að hata ullina, að
minsta kosti þá íslensku, þeir fyrirlíta hana gersam-
lega, það er auðsjeð á öllu, þótt hún sje af útlending-
um viðurkend sem hin hlýjasta tegund ullar, höfum
við ekki annað um hana að segja, en að hún sje gróf,
snörp og ljót. — Það er orðið svo viðkvæmt fólkið og
heitfengt(l), að það þolir ekki ullarnærföt eða ullar-
sokka, og að nota íslensku ullina tii utanyfirfata, gæti
þeim hinum sömu ekki til hugar komið, það væri þá
helst, þegar hún kemur frá útlöndum aftur í fataefn-
um, að hún væri þolandi! Blessuð íslenska ullin hefir
þó, ásamt ósviknum íslenskum mat, haldið í okkur líf-
inu um aldir; við ættum að láta hana njóta þess, en
ekki gera hana landræka, þótt við, sem stendur, þykj-
umst hafa efni á að kynda upp hús okkar með enskum
kolum, svo að þar sje líft fyrir þetta klæðlitla fólk.
Heilsan er dýrmæt Guðs gjöf. Það er dýrt spaug að
gera leik til að spilla henni. Þetta klæðnaðarmál er að
verða sannkallað vandræðamál allra heimila í landinu,
einmitt vegna heilsu æskulýðsins. — Skólamir verða
að reyna að koma vitinu fyrir fólkið. Heimilin ei*u nú
orðið áhrifalítil í samanburði við skólana, svo þeim
ber skylda til að gera hvað þeir geta til að koma í veg