Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 50
48
Hlín
— Gísla saga Súrssonar segir t. d. svo frá: Vjesteinn
tók úr töskunum refil sextogan ok höfuðdúk tvítogan
ok ofit í glit af gulli á þrim stöðum«.
Þótt margt af því vandaðasta, bæði til fatnaðar og
bíbýlabúnaðar, hafi verið innflutt fyrst framan af, þá
lýsir það sjer í sögunum, að vefnaður, útskurður og
hannyrðir er tíðkað með þjóðinni.
Víglundarsaga gefur kónunnikenningarnafnið»tjalda-
tróða«, sem bendir á, að konur ófu eða saumuðu tjöld.
Kvæði er til frá 11. öld, sem er tileinkað dóttur Vil-
hjálms bastarðar. Fáum við þar nokkra hugmynd um,
hvernig híbýli höfðingja voru búin á þeim tímum.
Veggirnir voru tjaldaðir ofnum dúkum úr dýru efni:
silki-, gull- og silfurdregnir, með myndum úr heilagri
ritningu og af sigurvinningum Engilsaxa. — Herbúðir
höfðingja voru lengi frameftir öldum tjaldaðar dýrum
dúkum.
Alt fram á 13. öld voru til í Frakklandi iðnfjelög
»gildi«, þar sem Arabar (Serkir) höfðu einkaleyfi til
að framleiða myndatjöld. — Af máldögum kirkna ei-
það ljóst, að kirkjurnar áttu mikið af ofnum og saum-
uðum skrauttjöldum, sem notuð voru á stórhátíðum
kirkjunnar: »Tjaldað um alla kirkju«. Margt af þess-
um skrauttjöldumi var gert í klaustrum. Þegar gömul
stafakirkja í Valdresi í Noregi var rifin, stóðu þar
járnkrókar í bitum, eflaust ætlaðir fyrir tjöld. — 1
kirkjumáldaga frá Sogni í Noregi, 1320—23, er sagt
frá, að kirkjan eigi tjöld bæði í kór og framkirkju. —
1 þjóðmenjasafni okkar er margt af fögrum tjöldum,
saumuðum og ofnum, og æði margir gamlir, íslenskir
gripir eru nýfengnir úr þjóðmenjasafni Dana til við-
bótar. Danir hafa þó enn í sínum vörslum íslenskan
refil með ártalinu 1630, mesta kjörgrip.
Þótt sú tíska að tjalda híbýli sín með ofnum og
saumuðum dúkum, ætti uþpruna sinn hjá æðri stjett-