Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 129
HUn
127
Áhuga á ræktun landsins þarf til þess að matjurta-
gróður þess aukist og eflist. Vilja þarf til þess að hag-
nýta sjer hann. Ekkert hjálpar betur í þessu efni en
sönn ást á móðurlandinu. Enginn þreytist á að sjá
framför og fullkomnun þess, sem hann ann. Sá sem
elskar móðurland sitt, hefir unun af að sjá gróður þess
og blóma aukast. En fullkomnust verða þó gleðiefnin,
þegar gróðurinn hefir nytsemd og hagsbót í för með
sjer, Móðurlandsbörnin og gróðrarvinirnir rjetta fram
kærleikshöndur til gróðrarstarfanna. Þeim þykir gam-
an að gera afurðirnar fjölbreyttar; nautn þeirra verður
þá heilnæmari. Og þau hafa ágæta lyst á þeim — jafn-
vel nota þær sjer til sælgætis og hátíðabrigða.
Mér kemur í hug lítið dæmi. Það var á árunum, þeg-
ar jarðeplaræktin var fyrst að ryðja sjer til rúms hjá
oss. Ungur bóndi hafði bygt sáðgarð. Fyrir jólin áttu
hjónin tal um tilbreytni í mataræði á hátíðinni. Bóndi
vildi láta gera hátíðarjett úr jarðeplum, og varð þá
þetta að orði: »Jeg held mjer falli síður ketill í eld með
jarðeplaræktina, ef jeg fæ notið hennar á jólunum«.
Nú þegar ræða er um geðþekni á afurðum lands
vors, þá er það ástin á móðurlandinu, sem langmestu
veldur, eins og áður er vikið að. Vöntun sannrar móð-
urlandsástar er lang-oftast að baki ógeðþekni á heilsu-
samlegum gjöfum þess eða afurðum. Aukning móður-
landsástar er besta ráðið til þess að oss falli í smekk
gróður landsins.
Það er satt; vjer erum í mörgu eftirbátar annara
þjóða; þurfum að taka oss þær til fyrirmyndar og
framsóknarhvatningar. En hitt er eins víst, að oss
hefir í of mörgum greinum orðið það á, að líta á land
drykkjar, en jeg býst við að »Hlín« hafi ekki rúm fyrir þau í
þetta sinn; svo margt annað gott hefir hún að færa. — Hugsa
máske til þess síðar, ef hún vill flytja.