Hlín - 01.01.1929, Blaðsíða 22
20
Htín
amanum. Heilnæmi fæðunnar verður því ekki rjett
metið, nema tekið sje til greina, hve rík hún er af
fjörefnunum. Þau eru 3 — (eða máske fleiri), og
hafa verið nefnd A, B og C fjörefnin. Þó ekki sjeu
nema fá ár síðan menn urðu varir við þessi efni og
skildu þýðingu þeirra fyrir vöxt og heilsu líkamans, þá
er þegar fengin allnákvæm þekking á því í hvaða hlut-
föllum þau eru í hinum ýmsu fæðutegundum, og hverj-
um vanþrifum og jafnvel sjúkdómum vöntun þeirra
veldur. Vil jeg nú leitast við að skýra frá hvað menn
vita um þessi efni og um heilsufræðislega þýðingu
þeirra.
Fyrst er þá að ræða um A-efnið. Það leysist upp í
feiti, þolir allvel suðu, en hverfur, ef feitin er brúnuð
(brend) eða ofhituð til að steikja í henni. Það þolir
illa birtu, og minkar ef feitin þránar. A-efnið er ómiss-
andi til að efla vöxt og þroska alls ungviðis, því ef það
vantar, hætta börnin að vaxa og fá beinkröm. — Bein-
in verða eins og frauð af kalkskorti, tennurnar verða
gáróttar og tindóttar, hornhimna augans eyðilegst og
börnin verða blind.
B-efnið er leysanlegt í vatni, og heldur sjer sjer-
staklega vel í þyntri ávaxtasýru. Það finst í flestum
fæðutegundum úr jurtaríkinu, en hverfur, ef jurtirn-
ar visna, það þolir suðu og súrsun. Ef korn spírar,
eykst það, og er því mjög mikið í malti, sem er spírað
bygg. Vöntun á B-efninu veldur uppdráttarsýki, Beri-
' beri, vegna truflunar á meltingarkirtlunum, sem
hindrar rjetta efnabreyting fæðunnar, og vegna trufl-
■ unar á taugakerfinu. Aðaleinkennin eru lystarleysi, ó-
nóg næring, rýrnum á vöðvum, linun á taugum, tauga-
gigt, lamanir og húðbjúgur.
C-efnið leysist líka í vatni, þolir illa suðu, þurkun
og súrsun. — Vöntun á C-efninu veldur truflun á sam-
setningu blóðsins, það blæðir út í liðina, blóðblettir